Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1937, Blaðsíða 66
64
Hólmavíkur. Læknis oft vitjað lií sængurkvenna og fæðingar
stu'ndum erfiðar, þó að allt gengi stórslysalaust. 2 tangarfæðingar.
1 kona fékk eclampsia. Fósturlát engin. Getnaðarverjur eru tals-
vert notaðar af giftu barnafólki. Dálílið er leitað eftir tilefnislaus-
um fóstureyðingum, enda fólk ekki nægilega kunnugt hinni nýju
löggjöf þar að lútandi enn þá.
Miðfj. 19 sinnum á árinu var læknir viðstaddur barnsfæðingar.
1 eitt skipti var gerð episiotomia. Einu sinni gerður Credé í svæf-
ingu við retentio placentae. Einu sinni var um að ræða placenta
praevia partialis ásamt hríðaleysi. Hafði blætt talsvert, áður en læknir
kom, en j)að lagaðist fljótt, eftir að konan hafði fengið hríðarauk-
andi iyf. 1 fæðing var nijög erfið hjá IV. para, 38 ára gamalli. Þegar
ég' kom til konunnar, seint að kvöldi, hafði hún verið veik nokkuð
á 3. sólarhring. Höfuðið hreyfanlegt í grindaropinu. Hjartahljóð
regluleg. Konan fékk hríðaraukandi lyf öðru hverju fram eftir nótt-
inni, án þess að fæðingu virtist muna nokkuð. Voru þó talsverðar
hríðir á milli. Undir morguninn fékk hún mórfínsprautun og hvíld-
ist þá nokkuð. Síðan voru hríðaraukandi lyf reynd á ný, en bar eng-
an árangur. Þar sem konan var nú orðin mjög þreytt, var seinni
hluta dags, í svæfingu, gerð exploratio vaginalis. Fannst höfuðið
enn þá alveg hreyfanlegt í grindaropinu, og virtist helzt vera uni
ennisstöðu að ræða. Þar sem útvíkkun var nægileg, voru himnur
sprengdar og gerð vending og fraindráttur. Gekk það greiðlega. Konu
og barni heilsaðist vel. Ljósmæður geta ekki fósturláta í skýrsluxn
sínunx, en mér er kunnugt um 3 fósturlát alls í héraðinu. Þurfti þar
engra aðgerða við nema lyfja.
Blönduós. Fósturlát urðu 2, svo að kunnugt sé. Sitjanda bar að
í eitt sinn, hjá frumbyrju, og gerði ég þar framdrátt. í öll hin skipt-
in bar að hvirfil, og þurfti aldrei frekari aðgerða við en að herða á
sótt, en sóttur var ég' til sængurkvenna í 10 skipti alls. Takmarkanir
barneigna eiga sér sjálfsagt talsvert stað, enda er stundum leitað til
mín ráða í því efni, og talsvert er sell í lyfjabiiðinni af verjum og
varnarlyf jum.
Sauðárkróks. 1 barn fæddist vanskapað svo mjög, að því var ekki
lífvænt. Lifði aðeins 1 sólarhring, þyí að það gat ekkert nxerzt og
ekki losnað við þvag. 3 konur báðu um abortus provocatus. 2 þeirra
sættu sig við neitun mína. Hin 3. fór til sjúkrahúslæknis á Akureyri
og' fékk einnig neitun þar.
Hofsós. Vitjað 4 sinnum til sængurkvenna á árinu. 2 jæirra fengu
miklar blæðingar eftir fæðinguna, og fengu þær pituitrin, pituin og
coagulen, sem eftir nokkurn tíma stöðvaði blæðinguna. Sú 3. hafði
Jina sótt, fékk thymophysin og pituitrin og fæddi án frekari aðgerða.
4. konan, sem var frumbyrja, fékk eclampsia, og' var fæðing ekki
byi'juð, enda allt, sem benti til }>ess, að nokkra daga vantaði upP
á tíma. Fékk hún endurtekinn Stroganoff. Vending gerð og frani-
kölluð fæðing, en allt kom fyrir eklci, og lézt konan ca. 14 stunduin
eftir að læknir og ljósmóðir komu á staðinn. Barnið var mjög líf-
litið, en tókst þó að lífga það eftir langa mæðu.