Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Page 7
r
I. Arferði og almenn afkoma.
Tíðarfarið á árinu 1940 var frekar óhagstætt yfir vorið og sum-
arið, annars yfirleitt hagstætt. Loftvægið á öllu landinu var 1,1 mm
yfir meðallagi. Meðalhiti ársins var 1,2° fyrir ofan meðallag, mestur
að tiltölu austanlands, um l1/^0 yfir meðallagi, en minnstur á Suð-
vestur- og Vesturlandi, um eða tæplega 1° hærri en venjulega.
Sjávarhitinn við strendur landsins var 0,8° yfir meðallagi, frá 0,3°
fyrir neðan meðaltal við Stykkishólm til 1,6° fyrir ofan það við
Grímsey og Papey. Úrkoman á öllu landinu var í rúmu meðallagi,
minnst að tiltölu eða 13% neðan við meðallag í Reykjavik og Fagur-
hólsmýri, en mest nærri 1 % sinnum meðalúrkoma, á Akureyri.
Mest ársúrkoma mældist í Vík í Mýrdal, 2280 mm, en minnst 312 mm
í Reykjahlíð við Mývatn. Veturinn 1939—1940 (des.—marz) má
teljast heldur hagstæður. Hiti var til jafnaðar 1,6° yfir meðallagi
og úrkoma 10% neðan við meðallag. Snjólagstala og hagatala í meðal-
lagi á öllu landinu. Vestánlands og suðvestan var fremur snjólétt
og góðir hagar, en snjór allmikill og hagi frekar slæmur á Norð-
austur- og Austurlandi. Vorið (apríl—maí) var frekar óhagstætt og
sólfar lítið. Hiti var 1,4° yfir meðallagi og úrkoma 23% meiri en
meðalúrkoma. Sumarið (júní—sept.) var lengst af óhagsætt. Hey-
skapartíð fremur erfið og heyfengur með minna móti. Uppskera úr
matjurtagörðum rýr. Lofthiti var 0,4° yfir meðallagi en úrkoma 8%
meiri en í meðallagi. Sólskinsstundir í Reykjavík vorn 70,4 færri en
meðaltal 17 undanfarinna sumra. Frost og snjókoma var víða uin
land seinna hluta sumarsins. Haustið (okt.—nóv.) má telja fremur
hagstætt. Hiti var 0,9° fyrir ofan meðallag, en úrkoma 18% meiri en
i meðallagi. Snjólag og hagi í meðallagi á öllu landinu.
Afkoma atvinnuveganna á árinu var yfirleitt ág'æt, einkum sjávar-
útvegarins vegna geysiverðs á afurðum hans af völdum styrjaldar-
innar. Landbúnaði vegnaði miður, en þó eftir atvikum vel. Atvinnu-
leysi livarf lir sögunni, a. m. k. eftir að fram á árið leið, og varð
fremur skortur á vinnuafli. Verðlag innanlands hækkaði geysilega,
og var vísitala Hagstofunnar um framfærslukostnað 1. október 1941
371, miðað við vísitöluna 271 á sama tíma árið áður. Sé miðað við
verðlag á fyrsta ársfjórðungi 1939 og það táknað með 100, var vísi-
talan 1. október 1939 103, en 141 1. október 1940. Kaupgjald verka-