Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Page 14
12
Blönduós. Að ])cssu sinni hefir fólki heldur fjölgað í Auðkúlu-
prestakalli, þar sem fækkunin hefir verið langörust undanfarið,
enda fæddust þar nú 3 börn, aldrei þessu vant, en í Æsustaðapresta-
kalli, þar sem langmest viðkoma hefir verið, fæddust aðeins 2.
Lifandi fæddust í öllu héraðinu að þessu sinni aðeins 26 börn, og er
það langsamlega vesælasta útkoman, sem ég hefi haft af að segja,
fæðingartala héraðsins í heild aðeins rúm 12%c. Kauptúnin hafa að
þessu sinni ekki tekið sveitunum fram.
III. Sóttarfar og sjúkdómar.
Heilsufar á árinu var með allra bezta móti. Alls herjar farsóttir
létu lítið að sér kveða, eftir því sem gerist. Þó gekk blóðsótt venju
fremur víða um land, og' iðrakvef var miklu tíðara en venjulegt er.
Óvenjulegur faraldur var og að raiiðum hundum. Þá stakk heilasótt
sér hér niður í fyrsta sinn að nokkru ráði. Manndauði mátti heita í
lágmarki.
Læknar láta þessa getið:
Rvik. Heilsufar yfirleitt gott á árinu. Lakast í byrjun ársins vegna
blóðsóttar og' iðrakvefs.
Skipaskaga. Lítið um farsóttir og engar skæða.r.
Borgarfj. Heilsufar gott og litið um farsóttir.
Borgarnes. Heilsufar mátti heita gott, einkum framan af árinu.
Stgkkishólms. Heilsufar gott.
Dala. Mannheilt í ineðallagi.
Reykhóla. Heilsufar í meðallagi.
Bíldudals. Heilsufar sæmilegt.
Flategrar. Heilsufar gott og engar teljandi farsóttir.
Hóls. Ekki mjög kvillasamt.
Isafi. Yfirleitt frekar gott heilsufar á árinu.
Ögur. Heilsufar ágætt fyrra helming ársins, en lakara síðara hehn-
inginn.
Regkjarfj. Heilsufar mjög sæmilegt.
Hólmavikur. Heilsufar yfirleitt gott.
Miðfj. Heilhrigði yfirleiít góð á árinu.
Blönduós. Sóttarfar var með minna móti.
Hofsós. í meðallagi.
Ólafsfj. Heilsufar golt á árinu.
Svarfdæla. Heilsufar ágætt allt árið.
Akureyrar. Heilsufar yfirleitt heldur betra en i meðallagi.
Höfðahverfis. Heilsufar á árinu tæplega í meðallagi.
Reykdæla. Heilsufar má yfirleitt teljast gott á árinu.
Þistilfj. Heilbrigði með bezta móti.
Vapriafj. Heilsufar framúrskarandi gott.
Hróarstungu. Heilsufar frekar gott.
Seyðisfj. Almennt heilsufar með allra bezta móli og má kallast
hafa verið ágætt.
Fáskrúðsfj. Heilsufar sæmilegt.