Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Síða 18
1()
og er það þriðji sjúklingurinn. Um 20 manns var rannsakað í sam-
bandi við þessa barnaveiki, en án árangurs, enda komu fleiri tilfelli
ekki fyrir á árinu.
Hóls. í júlímánuði veiktist ársgamalt barn af barnaveiki (croup).
Læknis var ekki vitjað strax og barnið látið hafa fótavist. Barna-
veikisserum 8000 I. e. Andþrengslin ágerðust stöðugt þrátt fyrir inn-
spýtinguna. Var það því næst sent á sjúkrahús ísafjarðar og þar gerður
á því barkaskurður. Heimilið og næsta heimili sóttkvíað í 8 daga.
Fleiri veiktust ekki. Barnaveiki hefir ekki orðið vart hér fyrri í þau
G ár, sem ég hefi dvalið hér, og í nágrannahéraðinu (ísafirði) hefir
hennar ekki orðið vart í mörg ár, að sögn héraðslæknisins þar. Barn-
inu batnaði til fulls.
tsafi. Ársgamall krakki var sendur hingað á sjúkrahúsið frá Bol-
ungarvík til aðgerðar vegna croup. Barnið lifði.
Svarfdæla. Hefi aldrei séð þenna sjúkdóm í minni praxis, né á æv-
inni, en er oft á nálum, ef krakki fær illt í háls.
4. Blóðsótt (dysenteria).
Töflur II, III og IV, 4.
S'júkltngafjöldi 1931—1940:
1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940
Sjúkl. ...... 153 780 167 10 30 8 48 12 618 2941
Dánir ....... 1 4 3 „ „ 1 „ „ 2 5
Faraldur sá, er hófst á síðastliðnu ári og mest kvað að í Rvík, náði
mikilli útbreiðslu á þessu ári, einkum um Suður- og Vesturland, en
mun raunar liafa gengið því nær um allt land. Er bersýnilega allmikill
ruglingur á skráningunni, með því að víða er blóðsótt ekki greind frá
iðrakvefi, sem óvenjuleg brögð voru að á þessu ári, og ekki sizt í þeim
héruðum, þar sem blóðsótt er ekki.skráð sérstaklega.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Blóðsóttarfaraldur gaus upp í bænum fyrir áramótin 1939-—
’40, og náði þessi faraldur fram á árið 1940. Grunsamlega margir
eru skráðir með iðrakvef, einkum í byrjun ársins, þegar mest bar á
blóðsóttinni, og er sennilegt, að nokkuð af því, sem talið er iðrakvef,
hafi verið blóðsótt.
Skipaslcaga. Gerði nokkuð vart við sig.
Ólafsvíkur. Gekk hér fyrra hluta ársins og náði mikilli útbreiðslu.
Mun minni hlutinn hafa leitað læknis og verið skráður. Veikin var
yfirleitt væg.
Stykkishólms. Gekk hér yfir í héraðinu mánuðina apríl—ágúst.
Helzt ungt fólk og börn, sem tólc veikina. Það fékk háan hita, allt
að 39,5—40°, leið illa nokkra daga, faeces blóðblandaðar 6—8—10
daga, hiti minnkaði þá, en sjúklingarnir voru lengi að jafna sig'. Ef
mataræðis var ekki vandlega gætt, virtist mér fólki batna seinna en
ella og slá jafnvel niður aftur.
Dala. Hóf umferð sína hér í júlí og var á ílakki fram undir ára-
mót. Mun fleiri tóku veikina en mánaðarskrár sýna. Yfirleitt var
J