Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Page 22
20
farið, G,. J.-dóttir, 69 ára ekkja, Bakkakoti, og' G. J.-dóttir, 52 ára
ekkja, Sauðárkróki.
Svarfdæla. Ekkert gert vart við sig, siðan hún kom upp í Hrísey 1937.
Enginn sinitberi.
Vestmannaeijja. Sóttberinn O. B.-dóttir andaðist 10. apríl á sjúkra-
húsinu. Ekkert befir borið á taugaveiki' á árinu. Nálega alla tauga-
veikisfaraldra, sem þó ávallt hafa verið stöðvaðir, síðan ég' kom í hér-
aðið, hefir mátt rekja til hennar. Sömuleiðis tel ég vist, að þann hinn
rnikla faraldur, sem var hér 1923, eða 2 árum áður en ég kom í hér-
aðið, hafi mátt rekja til O. B.-dóttur. Taugaveiki var hér áður fyrr
hin mesta plága. Jón Rósenkanz getur um 6 tilfelli árið 1905 og
Halldór Gunnlaugsson 4 tilfelli árið eftir, og oftast gekk hún meira
og minna í héraðinu, þar til upp á smitberanum hafðist, en hefir
stungið sér niður við og við síðan á strjálingi. Verður nú vonandi hlé
á því, að veikin gangi, nema hún flytjist að.
Eyrarbalcka. Sá leiði gestur g'isti bæ nokkurn í Villingaholtshreppi
siðla vors. Veiktust 2 bræður að kalla samtímis. Annar þeirra var 12,
en hinn 16 ára að aldri. Ég' sendi báða piltana á Landsspítalann. Þeim
reiddi vel af. Á bæ þessutn er tvíbýli, en fleiri veiktust ekki, hvorki
á heimili sjúklinganna né annars staðar í sveitinni, enda var hinum
ströngustu sóttvörnum beitt og mjólkursala frá heimilinu bönnuð.
Til örygg'is framkvætndi ég varnarbólusetningu á yfir 50 manns.
Reyndust allar eftirgrenilslanir uni uppsprettu veikinnar árangurs-
lausar.
Grimsnes. Varð ekki vart á árinu. Smitberi (A. Þ-dóttir) hinn satni
og' áður.
Keflavíkur. Sami smitberi, góður. Gengur að útivinnu.
8. Iðrakvef (gastroenteritis acuta).
Töflur II, III og IV, 8.
S júklingafjöldi 1931 —1940:
1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939 1949
Sjúkl......... 3138 2523 3200 1585 1790 1740 1635 1961 2990 5266
Dánir ........ 5 1 8 1 „ 2 „ 4 3 7
Óvenjuleg brögð urðu að iðrakvefi víða um land og sums staðar
greinilegur faraldur, en þá sennilega í og með um blóðsótt að ræða,
enda mörgum læknanna það meira og minna ljóst.
Læknar Iáta þessa getið:
Rvik. Allmikið hefir borið á iðrakvefi. Suin tilfellin allþung.
Skipaskaga. Kom fyrir allt árið.
Borgarfj. Faraldur sumarmánuðina eins og oft áður, viðloðandi árið
út. Yfirleitt létt.
Borgarnes. Með vorinu fór að bera á slæmri garnaveiki, og komu
fyrir nokkur tilfelli alla mánuðina úr því. Urðu sumir sjúklingarnir
allþungt haldnir.
Ólafsvíkur. Fá og væg tilfelli flesta mánuði ársins.
Dala. Varð dálítið vart.