Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Page 23
21
I'lateyjar. Magnað iðrakvef (gastroenteriiis acuta, blöðsótt?) í
janúar, júlí og loks í nóvember, pest, sem lýsti sér jafnt sem inflúenza
og iðrakvef.
Bildudals. Væg' tilfelli á víð og dreif.
Ilóls. Iðrakvef stakk sér niður meira og minna flesta mánuði ársins.
ísafj. Eftir að blóðsóttin byrjaði, var ekki hægt að aðgreina iðra-
kvefið frá henni.
Ögur. Fá væg tilfelli um sumarið.
Reykjarfj. Varð vart alla mánuðina, en þó mest i júní og júlí.
Hólmavikur. Talin nokkur tilfelli í júlí, en líklegt, að þar hafi verið
um að ræða byrjun á blóðsóttarfaraldrinum, áður en héraðslæknir
fékk nægar upplýsingar.
Miðfj. Allskæður faraldur sumar- og haustmánuðina. Margir fengu
háan hita í nokkra daga og ekki ósjaldan blóð i hægðum. Ef til vill
hefði átt að telja þenna faraldur undir blóðsótt. Enginn dó.
Blönduós. Fór að gera allmjög vart við sig upp úr fardögum og
framan af slætti, hjaðnaði svo nokkuð, en færðist í aukana í slátur-
líðinni, náði mestri útbreiðslu í október og nóvember, en datt svo
niður í desember. Hjá sumum bar nokluið á blóði í hægðum, og mun
þetta hafa verið nokkurs konar dysenteria eða paradysenteria.
Sauðárkróks. Faraldur mánuðina júlí—september og aftur síðuslu
mánuði ársins. Þessi faraldur mun hafa verið paradysenteria, en
bakteríurannsókn var ekki gerð og víða óhægt að koma henni við.
Sjúklingar veiktust oft afar hastarlega með háum hita og uppköstum
og síðar niðurgangi mjög fljótlega. í einstöku tilfellum bar á blóði í
niðurgangi, en það var mjög sjaldgæft. Flestum batnaði mjög fljótt,
en þó var það allmisjafnt. 1 barn á 1. ári dó.
Ilofsós. Allmörg tilfelli haustmánuðina.
Ólafsfj. Gerði Iitils háttar vart við sig í janúar og ágúst.
Svarfdæla. Nolckur faraldur fyrstu mánuði ársins.
Akureyrar. Gerði vart við sig alla mánuði ársins, en þó aldrei hægt
að tala um verulegan faraldur. Einstöku tilfelli þessa sjúkdóms hafa
þó verið allþung, sérstaklega í septembermánuði, enda j)á talið af
einum lækni bæjarins, að um blóðsótt væri að ræða.
Höfðahverfis. Slæmt iðrakvef í júní, júlí og ágústmánuði. Tók
marga geyst og var þrálátt, gekk fyrst hér á Grenivík, en harst síðan
fram um héraðið.
Rexjkdæla. Flest tilfellin sýndust standa í samhandi við matar-
breytingar eða ofkælingu.
Vopnafj. Var að stinga sér niður mestan liluta ársins og fór víða um
héraðið. Þótt sjúkdómur þessi hafi verið skráður í heild sem iðra-
kvefsótt, voru þó allmörg sjúkdómstilfelli innan um, sem meira líkt-
ust cholerine með blóði cða blóðmenguðu slími í hægðum. 1 háöldr-
uð kona dó af afleiðingum farsóttar þessarar.
Hróarstungu. Gerði várt við sig um haustið — víðast hvar frekar
vægt.
Seyðisfj. Bar mest á iðrakvefi fyrstu 2 mánuði árins.
Norðfj. Mánuðina september—nóvember gekk yfir niðurgangsfar-
aldur. Óþægilega áköf sótt.