Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Qupperneq 24
22
Beruff. Gekk fyrir áramót, aðallega í börnum.
Hornafi. Með tíðustu farsóttum, en í þetta sinn meinlaust. Vera má,
að eitthvað hafi blandazt málum milli þessa og blóðsóttar.
Mýrdals. Verra en árið áður, einkum í júní og ágúst.
Vestmannaeyja. Gerði nokkuð vart við sig á strjálingi.
Grímsnes. Nokkur tilfelli, einkum í maí—október. Ef til vill nokkur
þeirra blóðsóttartilfelli.
Keflavikur. Allmikið iðrakvef allt árið, en þó mest í ársbyrjun.
Sum tilfellin líktust blóðsótt.
9. Inflúenza.
Töflur II, III og IV, 9.
Sjúklingafjöldi 1931—1940:
1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940
Sjúkl....... 7362 1282 6578 670 11229 212 21977 1301 5326 157
Dánir .... 22 1 14 6 23 5 87 „27 2
Landið mun verða að teljast inflúenzulaust á árinu, þó að hennar
sé getið í 4 héruðum (Bíldudals, Öxarfj., Rangár og' Grímsnes). Að
vísu virðist um greinilega faraldra að ræða í 3 þeirra, en vel má það
hafa vei’ið annars háttar kvefsótt. Þó er þess að gæta um Öxarfj., að
þar er ekki getið um inflúenzu síðastliðið ár.
Læknar láta þessa getið:
Öxarjj. Infliienzu nefni ég faraldur, sem byrjaði í ágúst, að ég hygg
á Raufarhöfn. Veikin barst óðfluga út, og kvað mikið að henni í mið-
héraðinu í september. Gekk suðvestur yfir og' var síðast í Kelduhverfi.
Inflúenzu, en ekki kvefsótt, kalla ég' þetta vegna þess, að veikin var
injög næm og' gekk hratt yfir. Hún var og það þung, að ekki er títt að
kalla slíkt kvef. Einstöku fengu lungnabólgu, og' virtist lyfið M & B
693 gefast vel. Barn á 1. ári dó. Hér í sláturhúsinu á Kópaskeri gerði
veikin töluverðan usla. Að minnsta kosti 1 verkamanna þar fékk
pneumonia og' varð svo geggjaður upp úr öllu saman um tíma.
Grimsnes. Hefi skráð nokkur tilfelli af inflúenzu í maí og júní.
Virtust mér einkennin ótvíræð. 2 taldir dánir.
10. Mislingar (morbilli).
Töflur II, III og IV, 10.
Sjúklingafjöldi 1931—1940:
1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940
Sjúkl........ 31 132 „ „ 16 8245 163 1 1 14
Dánir ....... ,, ,, ,, ,, ,, 55 5 „ ,, ,,
Mislingar bárust i land á Seyðisfirði úr færeysku skipi. Smitaðist
fólk á sjúkrahúsinu, en þaðan barst veikin á 1 heimili í Borgarfirði í
Hróarstunguhéraði. Ekki dreifðust þeir víðar, og var vel sloppið. En
að vísu er skammt síðan síðasta faraldri linnti (1937) og fáir því
næmir nema yngstu börn.