Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Qupperneq 27
25
Hornafi. 3 tilfelli. Hið fyrsta allalvarlegt á fullorðnuni ínanni og
heilsuveilum. Notaði dagenan i fyrsta sinn, og dugði vel.
Vestmannaeijja. Gerði vart við sig á börnum og fullorðnum, eink-
um upp úr kvefveiki.
Grimsnes. Aðeins fá tilfelli af kveflungnabólgu.
Keflavikur. 5 tilfelli skráð. M & B-töflurnar reyndust ágætlega.
2. U m t a k s ó 11:
Rvik. Heldur lítið kvað að taksótt á árinu.
Borgarfj. Lungnabólgufaraldur (pneumonia crouposa) gekk í Revk-
holtsskóla í janúar. M & B 693 reyndist í þeim faraldri óbrigðult,
en síðar á árinu komu fyrir nokkur „resistent“ tilfelli.
Dala. Nokkur tilfelli. M & B not;ið með góðum árangri.
Bildudals. Öllum batnað vel við dagenan, sem allir hafa fengið,
hvort sem um catarrhalis eða crouposa var að ræða.
Þingeyrar. 4 sjúklingar. Batnaði öllum injög fljótt við dagenan.
Hiti horfinn eftir 1—2 sólarhringa.
Miðjj. 4 tilfelli á árinu. Enginn dó. Dagenan (M & B) notað í öllum
tilfellum með ágætum árangri.
Sauðárkróks. Gerir lítið vart við sig'.
Hofsós. 2 tilfelli, ekkert dauðsfall.
Ólafsf). 2 tilfelli af taksótt. Hafði ég nú í fyrsta sinn tækifæri til að
nota M & B 693, og varð ég svo ánægður með árangurinn, að ég get
um hann hér. í júnímánuði veikist rúmlega tvítugur karlmaður.
Hafði liann verið á göngu um 6-leytið síðdegis, alheilbrigður. A 9.
tímanum fékk hann taksting og skjálfta, og á 12. tímanum var hit-
inn kominn yfir 39°. Var ég þá sóttur. Hafði sjúklingurinn þá blóð-
hósta, mikið tak, og' hlustun leiddi í Ijós greinilega bólgu í hægra
efra lungnablaði, öndun var hás og aukinn fremitus. Þar sem sjúk-
lingurinn var smávaxinn, gaf ég honum sem fyrsta skammt 3 tölur ca.
3 stundum eftir skjálftakastið. Hann varð alveg hitalaus eftir 3
sólarhringa. 2Vr> veiktist 8 ára gamall drengur með hita alit að 40°,
ógleði, uppsölu og miklum þrautum í kvið. Eymsli voru mikil, eink-
um á botnlangastað og kringum nafla. Hlustun benti ekki á lungna-
sjúkdóm. Héll ég fyrst, að um botnlangabólgu væri að ræða og gaf
ópíum. Dag'inn eftir var hitinn 40,5°, kviðeinkenni svipuð, en dálítið
hóstakjölt og óráð. Við hlustun kom í ljós greinileg lungnabólga í
efra bægra lungnablaði. Síðar um daginn blóðhósti. Gaf ég drengnum
sem fyrista skammt eina og hálfa tölu sólarhring frá sjúkdóms-
byrjun. Hann varð hitalaus eftir 3 sólarhringa, og kviðeinkenni hurfu.
Á jóladag fékk hann hálfa tölu 3svar og' var orðinn það liress, að
lítt varð ráðið við hann, stökk út úr rúminu o. s. frv. Daginn eftir
blossaði hitinn upp í 39,5°. Við hlustun kom í ljós, að byrjandi bólga
var í hæg'ra neðra lungnablaði. Gaf ég' aftur byrjunarskammt. Varð
hann hitalaus eftir rúma 2 daga. Fór strákur á fætur á gamlárs-
kvöld, og var ekki hægt að hemja hann lengur.
Höfðahverfis. 1 sjúklingur (ekki skráður) fékk lungnabólgu upp
úr kvefi. Var bonuiu gefið M & B 693, og batnaði fljótt. Var ])ó
nokkurn tíma að ná sér aftur til fulls.