Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Síða 29
27
er e.kki laust við að vera skoplegt, þegar þess er gætt, hvert heili
Bretar gefa þessum kvilla (German Measles).
Læknar láta þessa getið:
Rvik. Síðara hluta ársins, einkum i desember, bar talsvert á rauðum
hundum. Voru yfirleitt vægir og lausir við fylgikvilla.
Skipaskaga. Varð vart.
Borgarjj. Komu upp í Reykholtsskóla i nóvember, sýktu allmargá
og gengu síðan víðs vegar um héraðið. Léttir.
Borgarnes. Létu á sér bera í desember.
Dala. í nóvember gerði kvilli þessi vart við sig í húsmæðraskólan-
um að Staðarfelli. Skólinn settur i sóttkví, og barst veikin ekki út
þaðan. Alls veiktust 30 af 35. Hver nemandi var rúmliggjandi 3—5
daga. Hiti flestra hæstur um 38—39°. 3 stúlkur fengu þó 40° hita.
Engir fylgikvillar. Meðgöngutími veikinnar 3 vikúr, og barst hún
hingað með nemanda úr Öxarfjarðarhéraði.
Reykjarfj. Vart tveggja tilfella um áramótin. Ovíst um uppruna.
Sennilega komnir frá Reykjavík um mánaðarmót nóvember—desem-
ber. (Ekki á skrá).
Hólmavíkur. Höfðu geng'ið í Reykhólahéraði (ekki skráðir þar)
um sumarið, og fór að bera á þeim hér í október. Vægir og fóru mjög
hægt yfir. Fremur fáir veiktust.
Hofsós. Bárust hing'að frá Siglufirði rétt fyrir áramótin og hafa
dreift sér um læknishéraðið, en almennt verið vægir. Hjá mörg'um
fylgdi þó eitla- og liðabólga, sem var nokkuð lengi að hverfa.
Olafsfj. Fyrir áramót fór að bera á veikinni, en var væg, og sá ég
engan sjúkling.
Svarfdæla. Reglulegur faraldur í nóvember og' deseinber og tilfelli
miklu fleiri en skráð eru.
Akuregrar. Komu hingað austan frá Laugaskóla í októbermánuði
og gerðu nokkuð vart við sig', það sem eftir var ársins. Einstöku til-
íelli urðu allþung, eftir þvi sem gerist um þenna sjúkdóm.
Höfðahverfis. Síðara hluta nóvembermánaðar bárust hingað rauðir
hundar frá Akureyri. Veiktust margir af þeim í héraðinu, þar sem
tiltölulega fáir héraðsbúar höfðu fengið þá áður. Þeir lögðust yfirleitt
létt á börn, en þyngra á fullorðna., og' voru margir slappir á eftir.
Sérstaklega var þrálátt kvef í för með þessum sjúkdómi.
Reykdæla. Komu fyrst upp meðal suniardvalarbarna úr Reykjavík
í Laugaskóla. Breiddust talsvert út siðara hluta árins. Meinlausir með
öllu. '
Öxarfj. Byrjaði á Raufarhöfn í ágúst og náði þar langmestri út-
breiðslu, en kom aðeins á einstöku heimili annars staðar. Tók aðal-
lega börn og var mjög væg á þeim. Nokkuð af ungu fólki, fram yfir
þrítugt, fékk veikina og var hún til inuna þyngri á því. 2 fullorðnir
menn fengu veikina.
Vestmannaeyja. Örfá tilfelli væg.
Eyrarbakka. Stakk sér nokkuð niður á Stokkseyri seint á árinu.
Ég varð hennar hvergi var annars staðar og veit með engri vissu,
hvaðan hún barst inn í héraðið.
Grímsnes. Bárust hingað fyrst í ágústmánuði með sumardvalar-