Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Side 34
Læknar láta þessa geti'ö:
Rvík. Talsvert borið á þessum ieiða kvilla, og komu þó sennilega
ckki nærri allir sjúklingar á skrá.
Dnla. í kjölfar kláðans siglir kossageitin.
Bíldudals. Nokkur tilfelii hefi ég séð, en ekki hafa þau komið á
mánaðarskrá.
Ögur. A hverju ári koma fyrir nokkur dreifð tilfelli, og hefir fólk
venjulega gengið lengi með sjúkdóminn.
Reijkjarfj. Nokkur tilfelli leiðinleg og þrálát.
Miðfj. Gerir nokkuð vart við sig.
Blönduós. Gerir öðru hverju vart við sig.
Sauðárkróks. Gerir alltaf vart við sig.
Svarfdæla. Aðeins 2 tilfelli skráð, en veikin mun hafa náð talsverðri
útbreiðslu. Þegar vitnazt helir, að smákvilli eins og þessi sé að ganga,
greinir fólkið sjálft sjúkdóminn og sendir svo eftir smyrslum, eins og
þessi eða hinn hafi fengið við útbrotum.
Akureyrar. Gerði ofurlítið var við sig síðara hluta ársins. Eitthvað
mun hafa verið um kossageit meðal hinna erlendu hermanna, sem nú
dvelja í héraðinu.
Höfðahverfis. 6 dreifð tilfelli (ekkert skráð), sem bötnuðu fljótt við
meðferð.
Öxarfj. Kom í Ijós, að mikill fjöldi 70 skólabarna á Raufarhöfn
hafði impetigo contagiosa, svo og' slæðingur yngri barna, óskóla-
skyldra. Áðallega á höndum, þar næst á fótum og leggjum. Ég hefi
aldrei séð slík kynstur af þessari veiki. Lánið var, að veikin virtist
alveg óvanalega góðkynja og auðlæknuð. Nokkrum vikum síðar vai
mjög lítið orðið um kvillann, og í maí vissi ég hann ekki til. En upp úr
þessu fór að bera mikið á furunculi, panaritia og phlegmone á full-
orðnu fólki þarna eystra, og hélzt það árið út, að mikið var um slikt,
reyndar í öllu héraðinu, en mest á Raufarliöfn.
Seijðisfj. Aðallega á börnum.
Norðfj. Óvenju mikið litbreidd 3 síðustu mánuðina.
Berufj. Sjálfsagt allmörg tilfelli auk þeirra, sem ég sá (ekkert skráð).
23. Heilasótt (meningitis cerebrospinalis epidemica).
Töflur II, III og IV, 23.
Sjúklingafjöldi 1931—1940:
1031 1032 1033 1934 1935 1936 1937 1938 193<k 1940
1 „ „ 1 14
»» >» »» >>
Þetta er í fyrsta skipti, sem verulega kveður að heilasótt hér á
landi, og má vafalaust um kenna dvöl setuliðsins í landinu. Er hvort
tveggja, að kunnugt er, að heilasótt hefir við og við stungið sér niður
í herbúðunum og almennt vitað og viðurkennt, að veiki þessi er eink-
um herbúðasjúkdómur. Þó er rétt að geta þess, að 3 af heilasóttartil-
fellum þessa árs komu fyrir á einum og sama stað (Ólafsvík), áður
en setuliðið kom til landsins. Lán i óláni er það, að um leið og heila-
Sjúkl........ 1 1 1
Dánir ....... 2 „ „