Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Page 38
B. Aðrir næmir sjúkdómar. Krabbamein. Drykkjuæði.
Töflur V, VI, VII, 1—4, VIII, IX og XI.
1. Kynsjúkdómar (morbi venerei).
Töflur V, VI og VII, 1—3.
S júklingafjöldi 1931—1940:
1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940
Gonorrhoea . 400 372 482 576 665 632 597 648 492 402
Syphilis ... . 21 50 37 30 35 16 8 6 14 67
Ulcus vener. . 3 1 7 2 2 1 >♦ » J 2
L e k a n d i: Tala skráðr a sjúklingíi i er enn allverule ga miklu Iægri
en undanfarið, og' hefir ekki jafnfátt þessara sjúklinga verið talið
fram síðan 1932. Hin nýju lyf við þessum sjúkdómi virðast ætla að
gerbreyta háttum hans.
Sárasótt: Á henni her aftur meira en áður, og hefir aldrei á
einu ári verið skráð jafnmargt þessara sjúklinga. Er efalaust um að
kenna hernaðarástandinu og þá fyrst og fremst auknum lausungar-
lifnaði og lélegra eftirliti en áður í erlendum höfnum, er íslenzkir
larmenn eiga viðskipti við. Erlendir farmenn, er hingað koma, eru
og fyrir þetta hættulegri en áður. Aukin lausung innanlands gerir
sitt að verkum, og er þó ekki mikið um, að rekja megi smitanir heinl
lil setuliðsinanna, sem vel er gætt að þessu Ieyti. Erfitt er við að koma
l'ullnægjandi eftirliti til tryggingar gegn sárasóttarhættu af farxnönn-
um. Hefir þó verið reynt að herða á sóttvarnarráðstöfunum í því skyni.
Verulega róttækar aðgerðir hafa strandað á því, að setuliðsstjórn-
irnar telja sér óheimilt að lögum sinna landa að beita samsvarandi
ráðstöfunum gegn farmönnum þeim, sem þær eigi lögsögu yfir, eri
það er nú mikill meiri hluti þeirra farmanna, sem hér koma að landi.
Linsæri: Undanfarin 3 ár hefir þessa kvilla ekki verið getið, en
nú eru skráðir 2 sjúklingar.
Hér fer á eftir:
Skýrsla til landlæknis árið 1940
frá Hannesi Guðmundssyni, húð- og kynsjúkdómalækni
í Reykjavík.
Gonorrhoca. Alls kom til mín 281 sjúklingur með þenna sjúkdóm
á árinu, eða 104 konur og stúlkubörn og 177 karlmenn. Sjiikliqgarnir
skiptust eftir aldursflokkum þannig:
Aldur, ár 1—5 5—10 10—15 15—20 20—30 30—40 40—60 Yfir 60
Konur ........... 3 3 1 34 46 15 2
Karlar............. „ „ 28 126 19 4
Fylgikvillar : Prostatitis acuta 4 sjúkl. Epididymitis 9. Salpin-
gitis 11. Arthritis gonorrhoica 0. Eftirtektarvert er það, að fylgi"
kvillar eru hlutfallslega miklu færri en undanfarin ár. Mun það vafa-
laust að þakka þeirri breytingu, sem orðið hefir á meðferð þessa
sjúkdóms við notkun hinna nýju lyfja, dagenan og ulíron. Hinn