Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Page 41
39
ísufj. 1 karlmaður úr Flateyrarhéraði lá hér á sjiikrahúsinu með
ulcus venereum.
Blönduós. Kynsjúkdómar enn ekki orðnir hér viðloðandi. Þó komu
til meðferðar 2 inenn með lekanda, annar úr Reykjavík á ferðalagi,
hinn dáti úr setuliðinu með gonorrhoea chronica.
Sauðárkróks. 1 sjúklingur skráður með gonorrhoea, karlmaður,
smitaður á Akureyri. 1 sjúklingur skráður með sárasótt, sá sami og
árið áður.
Ólaf'sfj. Kynsjúkdómar hafa ekki komið fyrir á árinu.
Svarfdæla. t tilfelli af Iekanda, maður 28 ára. Smitun óviss.
Akureijrar. Orðið mjög lítið vart á þessu ári, og þau ný tilfelli, sem
komið hafa, alltaf stafað af smitun erlendis frá eða frá öðrum læknis-
héruðum landsins. Ekki virðast kynsjúkdómar í héraðinu hafa auk-
izt neitt við komu hins erlenda setuliðs, enda ekki hægt að rekja
neitt tilfelli smitunar þaðan.
Reykdæla. Kynsjúkdómar óþekktir með öllu í héraðinu.
Öxarjj. Sá ekki kynsjúkdóm á árinu.
Seyðisfj. Varð ekki vart í læknishéraðinu, en sjómaður frá Reykja-
vik dvaldi um tíma á sjúkrahúsinu vegna urethritis gonorrhoica.
Norðfj. Ungur maður flutlist til bæjarins og trúlofaðist strax ungri
súlku héðan. Hann fékk óðara lekanda af henni. Engin leið að grafast
fyrir, hvar hún hafði náð í sjúkdóminn.
Fáskrnðsfj. 1 lekandasjúklingur. Færeyingur, sem kveðst hafa
smitazt á Siglufirði. Engin sárasótt, svo að um sé vitað, í héraðinu.
Siðu. Kynsjúkdónia hefir ekki orðið vart frekar en áður.
Mýrdals. Stúlka með gonorrhoea kom til læknis í maí, en nmn hafa
smitazt í Reykjavík í febrúarmánuði.
Vestmannaeyja. Lekandasjúklingar hafa yfirleilt læknazt fljótt,
ýmist af úliron eða M & B 693, sem reynist öllu hetur í hyrjun
veikinnar.
2. Berklaveiki (tuberculosis).
Töflur V. VI, VIII, IX og XI.
Sjúklingafjöldi 1931—1940:
1. Eftir mánaðarskrám:
1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940
Tb. pulm. .. 440 446 471 392 291 304 251 200 237 161
Tb al. loc. .. 300 279 344 434 293 197 169 120 109 68
Alls ........... 740 725 815 826 584 501 420 320 346 229
Dánir .......... 206 220 173 165 149 157 155 106 94 104
2. El'tir berklaveikisbókum (sjúkl. í árslok):
1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940
Tb. pulm. .. 585 611 869 917 1064 1028 998 967 851 867
Tb al. loc. .. 299 401 684 714 764 674 526 511 236 239
Alls ........... 884 1012 1553 1631 1828 1702 1524 1478 1087 1106