Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Qupperneq 43
41
úður hefir tíðkazt og tekið er fram í Heilbrigðisskýrslum 1939.
Héraðslæknar'nir unnu eins og fyrr ötullega að rannsóknunum og
undirbúningi þeirra. Bifreið var notuð sem rafgjafi við röntg'en-
rannsóknir í 8 læknishéruðum.
Að öðru leyti láta læknar þessa getið:
Rvík. Þótt sjúklingatalan og' sérstaklega tala dáinna úr herkla-
veiki sé allmiklu hærri en 1939, er engan veginn rétt að álykta út
frá þessu eina ári, að berklaveikin sé að fara í vöxt aftur. Ýmislegt
annað kemur hér til greina.
Skipaskagci. Ekki skráðir neina 2 nýir sjúklingar. Af þeim 10
hörnum, sem nú voru jákvæð, en neikvæð síðastliðið ár, eru 2 af
heimili berklasjúklings, 1 er á heimili, þar sem áður hafði verið
barn P -f-, en 2 eru systkini á heimili, þar sem ekki er kunnugt um tlj.
Borgarfj. 3 sjúklingar (rétt: 4) skráðir í fyrst sinn. Stúlká, 14 ára,
með útvortis eitlaberkla (ígerðir). Batnaði tiltölulega fljólt. Smitun
ókunn. Maður um fimmtugt með lungnaberkla á dóttur, sem verið
hefir berklaveik, og börn, sem hafa verið jákvæð við berldapróf
skólabarna undanfarin ár. Piltur 15 ára, utan héraðs, með byrjandi
lungnaberkla. Móðir hans dó úr berklaveiki fyrir nokkrum árum.
Öll þessi tilfelli fremur væg, Berklapróf gert á 143 skólabörnum.
12, 6% reyndust jákvæð, þar af 2, sem voru neikvæð árið áður. Annað
þeirra, 12 ára telpa, hafði dvalið nokkrar vikur vorið áður á berlda-
heimili einu og var þar fáeina daga samtímis berklasjúkling, sem kom
þá lieim frá Vífilsstöðum, talinn smitfrí. Hitt barnið 12 ára drengur,
og verður ekki séð, hvernig liann hefir smitazt.
Borgarnes. 1 berklasjúklingur hér í ársbyrjun. Fór til dvalar á
Vífilsstaðahæli, því enginn talinn hér með virka berkla um áramót.
Loftbrjóstaðgerð framkvæmd hér 21 sinni á árinu, þar af á innanhér-
aðsmanni 8 sinnum og á berklaveiku fólki, sem átti heima nærlendis
eða var á ferð, 13 sinnum. Allt grunað fólk sent til Reykjavíkur til
gegnlýsingar. Töluvert kvað að brjósthimnubólgu, og var sérstaklega
einn sjúklingurinn illa haldinn — mjög mikið exsudat. Dældi ég
rniklu úr brjóstholinu tvisvar, og fór honuni að létta eftir það og varð
loks alheill. Við gegnlýsingu, sem framkvæmd var í Líkn, sást engin
skeinmd í lungum.
Stykkishólms. Virðist aldrei liafa verið mikið útbreidd hér, og nú i
árslok er aðeins 1 sjúklingur'á berklaskrá.
Dala. Ekki verður annað séð cn veikin fari þverrandi. í ár 2 skráðir
i fyrsta sinn, ung hjón. Veiktist hann í júni, fékk bráða tæringu og
dó eftir stutta legu. í nóyember fékk svo ekkjan brjósthimnubólgu.
Eins og að undanförnu gerði ég berklapróf á skólabörnum og nem-
endum húsmæðraskólans að Staðarfelli. Af 114 prófuðum skólabörn-
nm reyndust 9 -j-. í Staðarfellsskólanum voru 13 + af 33.
Reijkhóla. Úr heilaberklum dó stúlka um fertugt, sem berklaveiki
bafði ekki fundizt í áður, þó að grunur léki á. (Drengur, sem hún
atti og með henni var, var annar af 2 Moro -j- 2 áruin áður.) Hinn
sjúklingurinn, sem dó (á skrá aðeins 1 talinn dáinn úr berklaveiki),
Var niaður á fertugsaldri. Féklc lungnabólgu og brjósthimnubólgu og
svo phthisis pulmonum eftir ofkælingu um haustið.
6