Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Síða 49
47
ári, síðan ég kom í þetta hérað. Það eru 7 ný tilfelli, og mátti rekja
«5 af þeim til sömu uppsprettu. Pirquet-prófanir voru gerðar á öllum
skólabörnum í héraðinu. Nýsmitanir voru þar 2 (á skrá 5), sem ég
get talið með vissu, og' mátti rekja þær til hinnar sömu uppsprettu
og fyrr getur. Berklayfirlæknir berklaprófaði alla nemendur Laugar-
vatnsskóla og gegnlýsti þá, sem reyndust jákvæðir.
3. Geislasveppsbólga (actinomvcosis).
Töflur V—VI.
Sjúkdómsins er ekki getið á árinu.
4. Holdsveiki (lepra).
Töflur V- -VI.
S júklingafíöldi 1931—1940: 1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940
A Laugarnesi 21 19 19 22 19 18 18 17 17 17
í héruðum . . 10 8 8 9 7 7 6 5 4 5
Samtals .... 31 27 27 31 26 25 24 22 21 22
Utan sjúkrahúsa er getið 5 sjúklinga í þessum héruðum í árslok:
Rvík: 1 (karl, 61 árs; fór af Laugarnesspítala 1929 og hefði síðan
átt að teljast með holdsveikum utan sjúkrahúsa, nema svo sé Jitið á,
að hann sé albata).
Hóls: 1 (kona, 84 ára).
Húsavíkur: 2 (karl, 59 ára; kona, 65).
Grímsnes: 1 (karl, 71 árs).
Læknir Laugarnesspítalans lætur þessa getið: „Holdsveikraspítal-
inn var fluttur úr Laugarnesi í júlímánuði 1940 í hús það í Kópavogi,
er verið hafði hressingarhæli fyrir berklasjúklinga. Eru húsakynni
þau allra minnstu, sem komizt verður af með fyrir ekki fleiri sjúkl-
inga. Sjúklingar voru 17, hinir sömu allt árið.
Lepra tuherosa höfðu 7 karlar og 6 konur,
— anaesthetica —- 1 —• — 3 —
Heilsufar hefir verið gott á árinu. Ekki er getið neinna sérstakra
handlæknisaðgerða. Þess skal getið, að utan sjúkrahúsa var á árinu,
nuk þeirra, sem taldir eru í heilbrigðisskýrslum 1939, 1 sjúklingur
í Reykiavík (í Sogamvri). Kom hann til skoðunar á árinu og var
heilbrigður.“ ' ‘
Að öðru leyti láta læknar þessa getið:
Grimsnes. Sami sjúklingur og undanfarin ár. Stendur í stað.
5. Sullaveiki (echinocoecosis).
Töflur V—VI.
Sjúklingafíöldi 1931—1940:
1931 1392 1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940
Sjúkl 11 10 15 16 6 11 7 8 6 3
Dánir 11 6 6 4 3 3 5 7 3 2