Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Side 50
48
Tala sjúklinganna er hér greind samkvæmt mánaðarskrám. Á árs-
yfirliti yfir sullaveiki, sem borizt hefir úr öllum héruðum nema
4 (Hafnarfj., Siglufj., Reyðarfj. og Rangár), er getið um 25 sulla-
veikissjúklinga, alla með lifrar- og' kviðsulli nema 2 með lungna-
eða brjóstholssulli og 2 með sulli i beini (os ilii, os saerum). Lang-
flest er þetta gamalt fólk með forna sulli og sumt aðeins með fistil
eftir sullaðgerð.
Hér fer á eftir skrá yfir sullaveikissjúklinga þá, sein skýrt er frá
i ársyfirlitinu:
Rvík: 7 (.4 konur, 69, 78 og 80 ára; 4 karlar, 48, 49, 60 og 69 ára).
1 af þessum Reykjavíkursjúklingum var heimilisfastur utan hér-
aðs (í Eyrarbakkahéraði).
Borgarfj.: 2 (konur, 81 og 86 ára).
Dala: 1 (karl, 83 ára).
Sauðárkróks: 1 (kona, 79 ára).
Svarfdæla: 4 (konur, 59 og 68 ára; karlar, 69 og 80 ára).
Akureyrar: 1 (karl, 65 ára).
Öxarfj.: 1 (karl, 48 ára).
Þistilfj.: 1 (kona, aldur ekki greindur).
Fljótsdals: 3 (kona, 85 ára; karlar, 50 og 78 ára).
Hornafj.: (kona, 27 ára).
Síðu: 2 (konur, 75 og' 89 ára).
Eyrarbakka: 1 (karl, 70 ára).
Að öðru leyti láta læknar þessa g'etið:
Skipciskaga. Virðist nú ekki vera til í héraðinn. Hundahreinsun
fer fram reglulega á hverju hausti í öllum hreppum nema Akranes-
kauptúni, en hér eru engir hundar.
Dala. Enginn sjúklingur á mánaðarskrá, en í nóvember rakst ég' á
gamlan mann, 83 ára, með fistil eftir lifrarsull, er skorinn var fyrir
14 árum. Hundahreinsun og böðun framkvæmd í öllnm hreppum
héraðsins, eins og lög standa til.
Hóls. Engin sullaveiki. Hundahald og' hundahreinsanir, sbr. fyrri
ársskvrslur.
Sauðárkróks. 1 kona, 79 ára, skráð með echinococcus hepatis, og'
geysistóra kviðarholsígerð út frá honum. Var igerðin opnuð. Hunda-
hreinsun mun vera í sæmilegu lagi.
Ólafsfj. Þar sem kona sú, sem áður hefir verið skráð, hefir verið
einkennalaus í nokkur ár, hefi ég tekið hana af skrá. Hundahreinsun
fer árlega fram.
Svarfdæla. Við berldaskoðun í suinar sáust við gegnlýsingu sullir
í 3 manneskjum, allir í lifrinni. Sjúklingarnir voru: 2 menn, 69 og
80 ára og 1 kona, 59 ára. Auk þess kom í ljós við uppskurð sullir í
kviðarholi á konu, 68 ára. Hundahreinsun fór að þessu sinni aðeins
frarn í Árskógshreppi, en féll niður annars staðar vegna þess, að
ekki náðist í lyf.
Akureijrar. Enginn nýr innanhéraðssjúklingur bætzt við á árinu.
1 kona úr Hrísey kom hér á sjúkrahúsið með sull í lifur. Veikin
virðist vera algerlega að hverfa eða jafnvel horl'in hér innan héraðs-
ins, og tel ég líklegast, að það stafi fyrst og fremst af því, hve vel þess