Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Page 52
ÓÓ
Læknar láta þessa getið:
Rvik. Allmikið borið á kláða á árinu og öllu meira en 1939, mest
haustmánuðina, sept.—des. Bendir þetta ákveðið á það, að börnin
smitist að verulegu leyti í sveitunum.
Skipaskaga. Orðið vart, einkum í sambandi \ið skólaslcoðun.
Stykkishólms. Gerir alltaf vart við sig annað veifið.
Dala. Ekki með öllu horfinn enn.
Bíldudals. Talsvert borið á kláða á árinu. Fjöldi sjómanna kemur
með kláða úr verinu, og sýkja þeir svo út frá sér, þegar heim kemur.
Fólkið leynir þessu, þangað til það er orðið útsteypt og búið að
sýkja út frá sér.
Iióls. 4 sjúklingar. Batnaði öllum, og sjúkdómurinn breiddist
ekki út.
Isafi. Övenjulegur kláðafaraldur var hér síðastliðið ár.
Ögnv. Nokkuð borið á kláða hér undanfarin ár.
Reykjarfi. Óþverra þessum hefur skotið upp á nokkrum bæjum,
og er hann útbreiddari nú en i fyrra. Fer því fjarri, að fólk sé nægi-
lega á verði gagnvart þessuin ófögnuði, leitar seint læknis og er
engan veginn nógu róttækt í aðgerðum, þegar til þeirra kemur. 2 bæir
smituðust af börnum, sem voru í sveit að sunnan.
Hólmavíknr. Kláði virðist nú upprættur úr norðurhluta héraðs-
ins, þar sem hann var lengst viðloða, en í þess stað varð hans nú
allmikið vart víða í suðurhreppum héraðsins, en gerð hefur verið
gangskör að útrýmingu hans, að ég held með góðum árangri.
Miðfi. Alláberandi sjúkdómur hér líkt og undanfarin ár.
Blönduós. Virðist vera orðinn landlægur hér.
Sauðárkróks. Kláði gerir alltaf mikið vart við sig', og gengur illa
að útrýma honum, enda ganga suinir með hann tímunum saman
án þess að leita sér lækninga.
Ólafsfi. Lítið borið á kláða þetta ár.
Svarfdæla. Tilfelli eru sjálfsagt ailtaf fleiri en fram kemur á sjúkra-
skrám, því að margir koma alls ekki til læknis. Lausasala á brenni-
steinsdufti er alltaf talsverð. Er það hnoðað saman við smjör og
notað við ýmsum útbrotum, sem margt er vafalaust kláði. Kvilli
þessi mun hafa gert með meira móti vart við sig i ár.
Akureyrar. Hefir geii allmikið vart við sig.
Höfðahverfis. Fyrra hluta ársins nokkur dreifð tilfelli. Seinna part-
inn í sumar og í haust varð ég aftur var við þenna kvilla, og' tel ég,
að hann hafi borizt hingað frá Akureyri. Síðan hafa komið hér fyrir
einstök tilfelli.
Reykdæla. í ágústmánuði var 15 ára gömul stúlka úr Reykjavík á
lerð hér, og bar hún kláða á 3 bæi í Reykjadal. Síðasti dvalarstaður
hennar hér var Laugaskóli. Undir lok mánaðarins kom í ljós, að
1 telpan af sumardvalarbörnunum hafði fengið kláða, og var sam-
bandið augljóst milli smitunar hennar og umgetinnar stúlku. Þetta
eru þau einu tilfelli af kláða, sem mé.r er kunnugt uni meðal sumar-
dvalarbarna hér.
Öxarfi. Snemma sumars komu 2 stúlkur með kláða frá Reykjavík
og’ lentu á sama heimili í Öxarfirði og smituðu frá sér. Ekki vissi