Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Blaðsíða 53
ég ura þetta fyrr en 1. september, og var þá kláðinn kominn á 2
heimili í Núpasveit. Siðar kom kláði í ljós á 2 heimilum á Sléttu,
væntanlega frá sömu uppsprettu. Vera má, að kvillinn sé hér enn,
og mér er ekki grunlaust um, að ég hafi sent rentur af honum fyrir
svo sem hálfum mánuði á fyrsta plássi til Reykjavíkur. Að vísu
liafði „delinkventinn“ fengið lyf, rétt áður en hann fór.
Vopnafj. Varð var við 2 kláðasjúklinga á árinu, en vera má, að
viðar hafi til verið, því að enn þá er pukrað með sjúkdóm þenna,
þótt minna sé en áður.
Hróarstungu. Varð ekki var við kláða þetta ár.
Norðfj. Hefir aldrei í minni tíð verið eins algengur og' allt þetta
haust.
Hornafj. Kláði liefir nú aftur komizt á kreik eftir nolckurra ára
hvíld. Sennilegast, að hann hafi leynzt í héraðinu.
Síðu. Varð litillega vart, eins og flest árin. Berst einkum með
hörnum og unglingum, sem korna úr Reykjavík.
Mýrdals. Magnaður kláði þetta ár.
Vestmannae.yja. Þó nokkur brögð að veikinni. Berst hingað eink-
um með börnum og vermönnum úr sveitinni. Er úrýmt hér jafn-
óðum og veikinnar verður vart. Slæmt, að ekki skuli vera hægt að
útrýma þessari veiki með öllu, eins og hún læknast fljótt, ef að því
er gengið á réttan hátt.
Grímsnes. Kláðatilfelli með flesta móti, en þó ekki um faraldur
að ræða. Tilfellin sitt úr hverri áttinni. Hefir alltaf tekizt að hefta
útbreiðslu hans, því að fólk leitar sér oflast fljótt lækninga.
Keflavikur. Gerir nú alvarlega vart við sig, og er mikið af veik-
inni innflutt.
8. Krabbamein (cancer),
Töflur V—VI.
S júklingafjöldi 1931—1940:
1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940
Sjúkl. . . . 66 71 103 87 73 82 68 73 77 74
Hánir . . . . . . 120 133 125 141 147 140 156 141 157 148
Sjúkratölurnar eru hér greindar samkvæmt mánaðarskrám.
Á ársyfirliti vfir illkynja æxli (þar með talin heilaæxli), sem bor-
izt hefir úr öllum héruðum nema 4 (Hafnarfj., Siglufj., Reyðarfj. og
Rangár), eru taldir 256 þess háttar sjúklingar (margtalningar Ieið-
réttar), 131 í Rvík og 125 annars staðar á landinu. Af þessum 131
sjúklingi i Rvík eru 33 búsettir utan héraðs hér á Iandi, án þess að
vera skrásettir þar, cn 1 er útlendingur. Sjúklingar þessir, húsettir
i Rvík, eru því taldir 97, en í öðruin héruðum 158. Af sjúklingunum eru
108 karlar, en 148 konur. Eftir aldri og kynjum skiptast þeir, sem hér
segir: 0—10 ára: 1 karl, 1 kona; 10—20 ára: 3 karlar, 1 kona; 20—
30 ára: 2 karlar, 3 konur; 30—40 ára: 7 karlar, 17 konur; 40—50
ára: 15 karlar, 25 konur; 50—60 ára: 21 karl, 28 konur: 60—70 ára:
30 karlar, 36 konur; 70—80 ára: 22 karlar, 23 konur: 80—90 ára: 5