Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Blaðsíða 57
55
og efnaskiptatruflanir, t. d. tannskeinmdir, magaveiklun, gigt, lið-
bólgur, eczema o. fl.
Miðff. Algengustu kvillar eru farsóttir, tannskemmdir og svo tauga-
og gigtarsjúkdómar.
Sauðárkröks. Algengustu kvillar, er mín var leitað við, voru:
Farsóttir og aðrir sjúkdómar á mánaðarskrám 560, og er það mun
færra en síðastliðið ár, tannskemmdir 234, slys alls konar 170, igerðir
og bólgur 123, tauga- og gigtsjúkdómar 85, meltingarkvillar 88, húð-
sjúkdómar 78, blóðsjúkdómar 64, augnsjúkdómar 54, hjartasjúk-
dómar 39, háls-, nef- og eyrnasjúkdómar 33, kvensjúkdómar 30, þvag-
færasjúkdómar 22, lungnasjúkdómar 15.
Hofsós. Nokkuð bar á ischias þetta ár. Þessi sjúkdómur hefir und-
anfarið reynzt allerfiður viðfangs, en síðan farið var að nota B-víta-
míndælingar, er árangurinn mun hetri.
Ólafsfj. Auk farsótta her mest á .tannsjúkdómum. Tannsjúklingar
voru 91, og úr þeim voru dregnar 180 tennur. Eins og áður kvað
mikið að taugaveiklun, vöðva- og taugagigt og blóðleysi.
Aknreijrar. Allinikil brögð að taugaveiklun hjá fólki, og kveður svo
rainmt að því, að jafnvel börn og unglingar leita sér læknis vegna
þessa sjúkdóms. Gig't, meltingartruflanir og tannskemmdir eru einnig
mjög tíðir kvillar.
Höfðahverfis. Mikið um tannskemmdir, enda tiltölulega fáir, sem
láta gera við tennur sínar. Töluvert af blóðleysi og gigt.
Reykdæla. Algengustu kvillar eru hér sem víðar tannskemmdir.
Úr 60 sjúklingum hefi ég dregið 118 tennur — taugaveiklun og gigt
í ýmsum myndum. Talsvert ber á æðahnútum og fótasárum, jafnvel
á ungu fólki, og virðist það leggjast í ættir.
Hróarstungu. Tannskemmdir, gigt vöðva og tauga og meltingar-
kvillar, einkum í börnuin, algengastir. Smámeiðsli, igerðir o. ji. u. 1.
þar næst.
Seyðisfj. Algengustu kvillarnir eins og áður tannskeinmdir, tauga-
veiklun, blóðleysi og gigt í ýmsuin mynduin.
Norðfj. Algengastir sjúkdómar enn tannsjúkdómar, taugaslapp-
leiki og blóðleysi kvenna, gigtarsjúkdómar og smábólgur, ýmsir húð-
kvillar, auk kláðans.
Berufj. Algengustu sjúkdómar eru tannskemmdir, taugaveiklun,
gigt.
Hornafj. Algengustu kvilla tel ég vafalaust jiessa og sennilega í þess-
ari röð: Tannskemmdir, kvef, smáígerðir og húðkvilla, gigt, blóð-
leysi, magakvilla og taugaveiklun.
Siðu. Tannskemmdir eru eins og áður langalgengasti kvillinn.
Vestmannaeyja. Algengustu kvillar, auk farsótta, eru tann-
skemmdir, taugaveiklun og' alls konar gigt. Mikið er af meiðslum
meðal barna og fullorðinna, skurðir við aðgerð á fiski og fiskflökun,
stungur við beitingu o. 11. jiess háttar.
Grimsnes. Mjög margir menn, sem eru í heyjuin á veturna, fá
langvarandi bronchitis og inæði, og verða marg'ir svo, að jieir mega
ekki i hey koma.
Keflavikur. Tannkvillar, taugaveiklun, gigt vöðva og tauga.