Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Qupperneq 62
60
Vcstmannaeijja. Veikin stingur scr alltaf niður í sumum fjöskyld-
um, og er þar víða þrálát.
Keflavíkur. Er nokkuð tíður kvilli.
20. Panaritia, furunculi, phlegmone etc.
Borgarnes. Með minna móti.
Bildudals. Panaritia og ýmsar aðrar ígerðir eru alltíðar, en engin
alvarleg tilfelli liafa þó komið fyrir d árinu.
Hóls. Skoi’ið í fingurmein 17 sinnum.
Reijkjarfj. IJtið um ígerðir á þessu ári og miklu minna en í fyrra.
Ólafsfj. Litið var um fingurmein, aðeins 8 sjúklingar skráðir, og
ekki illkynjuð. Kýli voru nokkuð tíð, 17 sjúklingar skráðir.
Svarfdæla. Allmikið var um ígerðir, eins og títt er í verstöðvum,
sérstaklega fingurmein, mörg slæm, og var það dýrt spaug í sumar
sem leið að vera lengi handlama. Því miður dregur fólk allt of lengi
að fara til læknis og sennilega af ýmsum ástæðum, en ekki sizt þeirri,
að það telur þýðingarlaust að skorið sé i, fyrr en vel er orðið grafið.
Er þá þraukað sem lengst með liminn niðri í sjóðheitu vatni eða
makaðan í heimatilbúnum dragplástri (sem hér heitir Tjarnar-
plástur), og duga hvorki hótanir né góðar bænir til að fá þenna
sið afnuminn, er af lilýzt oft talsvert fjártjón og stundum örkuml.
Höfðahverfis. Nokkuð bar á fingurmeinum í vor og sumar, eftir að
útgerð byrjaði, þó minna en oft áður og engin mjög slæin. Aftur var
töluvert um kýli, acne og ígerðir, og fylgdi sumum sogæðabólga.
Reykdæla. 5 sjúklingar með panaritia og 2 með carhunculi. Ekkert
tilfellanna alvarlegt.
Hróarstungu. Panaritia koma alltaf fyrir, misjafnlega þung tilfelli.
Norðjj. Fingurmein: 6 subepidermoidalia, 6 subcutanea. Aðrar
bólgur (smúígerðir, furunculi) 31.
Berufj. Panaritia 19, furunculi 12.
Síðu. Furunculi et abscessus 8, panaritia 6.
Vestmannaegja. Með minna móti á vertíðinni. Brýnt fyrir fólki að
þvo sér rækilega um hendur úr grænsápuvatni að loknu dagsverki
og' hreinsa sprungur í höndum með benzíni eða joðbenbíni.
Keflavikur. Alltaf nokkuð á vertíðinni, en þó með minna móti.
21. Paralysis agitans.
Ögur. Miðaldra kona.
22. Phthirius pubis.
Bildudals. 3 sjúklingar leituðu læknis.
Reijkjarfj. Hefi orðið þessa ófagnaðar var á 1 heimili.
Svarfdæla. 2 sjúklingar. Leitaði annar (sunnlenzkur sjómaður)
læknis fyrir áeggjan húsbónda síns, hinn var fæðandi kona og lét
sem ekkert væri, og Ijósmóðir fór hjá sér, en hafðist þó að, er henni
hafði verið fengin rakvél að vopni.
Iíöfðahverfis. 1 sjúklingur leitaði min.
Síðu. 1 karlmaður vitjaði mín á þessu úri.
23. Sclerosis multiplex.
Ólafsfj. Af sjaldgæfari sjúkdómum má nefna þenna kvilla á 18
ára pilti.