Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Síða 69
C,7
tenniir, og er það miklu hærri tala en nokkru sinni áður. 162
börn skoðuð alls, og reyndust öll hraust.
Berufj. (100 börn skoðuð.) Aðrir kvillar en tannskemmdir og óþrif
smávægilegir og ölluin börnurn leyfð skólavist. Ang. tonsill. 2, adenitis
colli 7, conjunctivitis 1, tumor mammae 1, hernia abdominalis 1.
Hornafi. (108 börn skoðuð.) Tannskemmdir 95, stækkaðir háls-
eitlar 64, stækkaðir kokeitlar 39, stækkaðir nefeitlar 24, sjónskekkja
5, smáveg'is heyrnardeyfa 3, skakkbak 3, bvarmabólga 3, eyrnamerg-
ur 2, ofsakláði 2, barnalömun (Little) 1, liðagigt 1, nefslímhúðar-
bólga 1, rangeygt 1. 2 börn höfðn Tallquist 50—60, 30 Tallquist 60—70.
Fyrir 10 árum var greinileg'ur munur á kvillasemi kauptúns og sveita-
barna, einkum um tannskemmdir. Þessi raunur hefir smáminnkað,
og eru nú kauptúnsbörnin jafnvel heilsubetri en í sumum sveitunum.
Síðti. (83 börn skoðuð.) Heilsa skólabarna fer vissulega batnandi.
Tannskemindir eru reyndar miklar, en þó minni en áður. Líka mun
viðurværi barnanna fara batnandi. Margir gefa börnum sínum lýsi,
einkum að vetrinum.
Mýrdals. (116 börn skoðuð.) Adenitis 95, hypertrophia ton-
sillaris 24.
Vestmannaeyja. Barnaskólinn i Vestmannaeyjum (495
hörn): Yfir þroskaaldri 400, undir þroskaaldri 95, nærsýni 26, stra-
hismus 5, heyrnardeyfa 6, tannskenundir 208, eitlaþroti 6, eitlaauki 9,
kokeitlaauki 2, skakkbak 41, lús 3, nit 18, hlóðleysi 10. Adventista-
skólinn (57 börn): Yfir þroskaaldri 40, undir þroskaaldri 17,
nærsýni 2, hevrnardeyfa 1, tannskemmdir 28, eitlaauki 2, skakkbak
5, nit 14.
Eyrarbakka. (373 börn skoðuð.) Alls voru skemmdar 773 tennur
í 263 börnurn, en það eru rétt við 3 tennur skemmdar að meðaltali í
hverju þessara barna, og er það mjög svipað og í fyrra, en þó heldur
ríflegra nú. Hypertróphia tonsillaris 1. grad. 63, magna 10, adenitis
submaxillaris 44, contusiones variae 59, eczema solare auricul. 13,
oppendicitis chronica 2, scoliosis, telpur: 31, drengir: 13, myopia I.
grad. 42, magna 2, strabismus convergens 2, divergens 1, scrophulosis
L verrucae variae 9, panaritium 1. Lus og nit reyndist nú vera í rúm-
lega 20% barnanna. Er það illt til frásagnar, því að um verulega
oukningu er að ræða frá því í fyrra (þá 16,67%). Hér er við ramraan
reip að draga, því að þeir, sem til þess gerast að vanda um þetta, hafa
tíðast frá því að segja, að fólkið bregðist illa við og' leggi ósjaldan fæð
ú kennara og lækni.
Grimsnes. (153 börn skoðuð.) Heilsufar skólabarna gott. 2 börn
tulin berklaveik, ekki smitandi og' leyfð skólavist. Óþrifakvillar með
langminnsta móti. Tannskemmdir alltaf töluverðar. Meðal nemenda á
Eaugarvatni hefir mér virzt bera meira á tannskemmdum í fólki frá
kauptúnum og sjóplássum heldur en fólki úr sveit. Mér hefir oft
virzt mega þekkja það á tönnunum einum, hvort nemandinn er úr
sjóplássi eða sveit.
Keflavikur. (442 börn skoðuð.) 1 barni vísað frá vegna berklagruns.
Tannskemmdir algengastar. Alltaf töluverður eitlaþroti. Kláði fannst