Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Síða 74
72
4. Sveinn Pétursson.
í Vestmannaeyjum var ég um kyrrt frá 5.—12. júní og skoðaði 112
sjúklinga. Er það svipuð tala og' áður og svipaðir sjúkdómar. Lang-
flestir komu með refractionstruflanir og ýmiss konar augnbólgur. Af
sjaldgæfari augnbólgum voru 3 sjúklingar með scleritis, 3 með kera-
titis og 1 með iritis rheumatica. Atresia duct. lacr. höfðu 12 sjúklingar,
ýmist öðrum eða báðum megin, og voru 5 sonderaðir, yið hina dugðu
gegnskolanir. Strabismus höfðu 5 sjúklingar. Cataracta höfðu 26
sjúklingar á ýmsu stigi, en aðeins 3 cataracta matura, þar af var gert
að 1 á staðnum, en hinum ráðlögð aðgerð við tækifæri. Sjúldinga
ineð áður ógreind glaucoma fann ég ekki. í Vík í Mýrdal tók ég á
móti 17 sjúklingum, og var þar, eins og' að ofan greinir, mest um
rafractionstruflanir. 1 sjúklingur jueð atresia duct. nasolacrimalis
og deviatio septi narium. Var reynt að sondera, en tókst ekki, og var
honum ráðlagt að koma til Reykjavíkur. Nýtt glaucomatilfelli fannst
ekki. Á Stórólfshvoli á Rangárvöllum skoðaði ég 38 sjúldinga og
fann þar 1 nýtt glaucomtilfelli. Sjúklingurinn fékk pílókarpín og'
var ráðlögð aðgerð hið fyrsta.
IV. Barnsfarir.
Töflur XII—XIV.
Á árinu fæddust samkvæmt tölum Hagstofunnar 2480 lifandi og
51 andvana barn.
Skýrslur ljósmæðra g'eta fæðinga 2440 barna og 48 fósturláta.
Getið er um aðburð 2456 barna, og var hann í hundraðstölum
sem hér segir:
Höfuð bar að:
Hvirfil .... 94,46%
Framhöfuð 1,60—
Andlit .... 0,21 96,27%
Sitjanda og fætur bar að: Sitjanda 2,63%
Fót 0,94 3,57%
Þverlega 0,16—
48 af 2429 börnum eru talin hafa komið andvana, þ. e. 2,0% — í
Rvik 18 af 875 (2,1%) — en hálfdauð við fæðinguna 45 (1,9%). ófull-
burða voru talin 83 af 2207 (3,8%). 10 börn voru vansköpuð, þ. e.
4,1 %B.
Af barnsförum og úr barnsfararsótt hafa dáið undanfarin ár:
1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940
Af barnsförum 6 7 4 6 7 3 6 3 3 4
Úr barnsfarars. 3 1 3 2 3 1 3 3 2 1
Samtals ......... 9 8 7 8 10 4 9 6 5 5
Orsakir barnsfarardauðans eru í ár blóðlát 1 og barnsfararkrampi 2.