Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Side 75
73
í skýrslum lækna um fæðingaraðgerðir (tafla XIV) eru taldir þessir
fæðingarerfiðleikar helztir: Fyrirsæt fylgja 5, alvarlega föst fylgja
(losuð með hendi að innan) 10, fylgjulos 5, meira háttar blaíðingar
8, fæðingarkrampar 10, grindarþrengsli 10, þverlega 2, framfallinn
lækur 1, legbrestur 1.
Á árinu fóru fram 46 fóstureyðingar samkvæmt löguin, og er gerð
grein fyrir þeim í töflu XII. Hér fer á eftir
Yfirlit
um þær fóstureyðingar (9 af 46 eða 19,6%), sem voru framkvæmdar
meðfram af félagslegum ástæðum.
Landsspitalinn.
1. 31 árs g. kyndara á togara í Reykjavík. Komin 6 vikur á leið.
8 fæðingar og 3 fósturlát á 11 áruin. 6 börn (11, 10, 8, 5, 3 og l1/?,
árs) á framfæri foreldranna, sömuleiðis öldruð móðir kon-
unnar og atvinnulaus sonur móðursystur hennar. íbúð: 2 her-
berg'i og eldhús í kjallara án allra þæginda. Árstekjur kr. 3000.00.
Sjúlcdómur: Asthenia (hefur legið 2 langar legur, aðra vegna
langvarandi sótthita, sennilega frá lungum, hina vegna pyelitis).
Félagslegar ástæður: Fátækt og ómegð.
2. 42 ára g. verkamanni í Reykjavík. Komin 8 vikur á leið. 2 fæð-
ingar og 1 fósturlát á 4 árum. Börnin (12 og' 8 ára) á framfæri
foreldranna. íbúð: 2 sæmileg herbergi í kjaUara. Arstekjur um
kr. 2000.00.
Sjúkdómur: Neurosis functionalis. Depressio mentis psycho-
genes.
Félagslegar ástæð ur : Fátækt og' atvinnuleysi.
3. 46 ára g'. verkamanni í Reykjavík. Komin 8 vikur á leið. 4 fæð-
ingar á 5 árum. 3 börn (15, 12 og 10 ára) á framfæri foreldr-
anna. íbúð: sæmileg 3 herbergi. Árstekjur um kr. 2500.00.
Sj ú k d ó m u r : Neurosis functionalis. Depressio mentis psycho-
genes.
Félagslegar ástæður: Fátækt og atvinnuleysi.
4. 30 ára g. tollþjóni i Reykjavik. Komin 6 vikur á leið. 6 fæðingar
og 1 fósturlát á 7 árum. 4 hörn (8, 7, 3 og 1 árs) á framfæri
foreldra. íbúð: 2 herbergi og eldhús, köld, en annars sæmileg.
Árstekjur um kr. 4200.00.
Sjúkdómur: Depressio mentis. Marasmus.
F é 1 a g s 1 e g a r á s t æ ð u r : Bágar heimilisástæður. Drykkju-
skapur heimilisföður.
5. 40 ára ekkja iðnaðarmanns í Reykjavík. Komin 5 vikur á leið.
3 fæðingar á 8 árum. Börnin (14, 12 og 6 ára) á framfæri kon-
unnar. Ibúð: 2 herbergi. Árstekjur kr. 2220.00.
S j ú k d ó m u r : Neurasthenia.
Félagslegar ástæður: Fátækt, ómegð.
6. 38 ára g. verkamanni í Reykjavík. Komin 8 vikur á leið. 9 fæð-
ingar og 1 fósturlát á 12 áruin. 7 börn (12, 12, 11, 10, 8, 3 og'
10