Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Page 78
76
laiist, ug allt fór vel. 1 kona fékk prae-eclampsia, náði fulluni með-
göngutíma og fæddi hjálparlaust.
Hólmavíkur. 11 sinnum vitjað. 2 tangarfæðingar, önnur mjög
erfið. Konur og' börn lifðu. Fósturlát 2. Annað skiptið támpónerað
vegna blæðingar.
Miðfj. 17 sinnum vitjað til sængurkvenna, oftast lil að devfa eða
herða á sótt. 1 placenta praevia, sem ekki þurfti að gera annað við
en sprengja himnur og lierða lítils háttar á sótt. 1 partus praema-
turus. Ól um 3 mánuðum fyrir tímann mjög mikið vanskapað barn
(anencephalus). 1 sitjandaframdráttur. M.ér vitanlega engin fóstur-
lát á árinu.
Blönduós. í 5 af þeim 7 skiptum, sem læknis var leitað í héraðinu,
þurlti lítils með, nema helzt að herða á sótt. Þau 2 skiptin, sem
fæðing var með óeðlilegu móti, bar bæði upp á sama dag. Ég hafði
verið sóttur til konu upp í Norðurárdal, þar sein leggja varð á töng,
en á meðan var símað úr Vatnsdal vegna sængurkonu þar, og varð
að fá lækni til hennar vestan af Hvammstanga. Fæðing kom þar
fyrir tímann, enda var fylgja lvrirsæt, og fóstrið kom andvana.
Auk fósturlátsins, sem getið er um í Áshreppi, er mér kunnugt um
2 önnur.
Sauðárkrólcs. 14 sinnum vitjað til sængurkvenna. Var oftast um
það að ræða að herða á sótt eða þá aðeins að deyfa konuna. í eitt
skipti var barnið tekið með töng vegna framhöfuðstöðu hjá 28 ára
gamalli primipara, og hafði fæðing staðið lengi. Viku eftir fæðingu
fékk barnið pyodermia og bráðlega um 40° hita og lézt úr því
þriggja vikna gamalt (sepsis neonatorum). Stuttu áður en barnið
dó, fékk móðirin einnig smáigerðir hér og þar í húðina með nokkr-
um hita. Að likindum smitun frá barninu. Ljósmæður geta ekki
fósturláta i skýrslum sínuni, en mér er kunnugt um 3 fósturlát.
Var í öllum tilfellunum um abortus completus að ræða, en 1 konan
þurfti sjúkrahúsvistar síðar vegna endometritis. 1 kona var send til
Akureyrar til abortus provocatus, ef fært þætti, en ástæður þót-tu
ekki nægar, og kom hún aftur við svo búið.
Hofsós. Vitjað til 9 sængurkvenna. Tíðast um að ræða sóttleysi.
Hjá 1 konunni var barnið í andlitsstöðu, og varð að taka það með
töng.
Ölafsfj. 12 sinnum vitjað, þar af einu sinni vegna fósturláts.
N’enjulega eingöngu ætlunin að fá deyfingu, cn endruin og eins
kemur ýmislegt fyrir, sein læknishjálpar hefði þurft með. Þrisvar
töluverðar eftirblæðingar. Barnsfararkrainpa fékk stúlka, 22 ára
að aldri. Var flutt til Siglufjarðar og' gerour keisaraskurður þar (sjá
síðar). Konan liafði það af, en barnið dó. Sáralítið leitar fólk sér
þekkingar á takmörkun barneigna. Endrum og eins óska konur eftir
að losna við fóstur, án þess að sérstakar ástæður séu fyrir hendi,
aðrar en þær að vilja ekki eignast börn. Halda allar, að hægt sé að
eyða fóstri svona ósköp skikkanlega með lyfjum, einkum ef stutt
er liðið á meðgöngutima. Þegar skýrt er fyrir þeim, hvernig haga
skuli fóstureyðingum lögum samkvæmt, lízt þeim ekki á blikuna
og sætta sig við orðinn hlut.