Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Qupperneq 84
82
Hólmavíkur. 2 börn brenndust mikið, duttu í sjóðheitan vatnspott.
Grædd á sjúkrahúsi á Hólmavík. Maður fór með hægri hönd í vindu
i mótorbát. Varð að taka af honum löngutöng og framan af baug-
tingri. Vísifingur og hönd grædd, en mikið brotin. Fract. cruris 1,
antibrachii 1 og fleiri smáslys.
Miðfj. 11 ára stúlka lék scr að skotbylki, sem álitið var óskaðlegt.
Sprakk það í vinstri hendi hennar, og tættust af henni allir fingur
nema sá 5., og þar að áuki nokkuð af miðhandarbeinum. Sprengju-
brot flugu í andlit hennar og í ánnað augað. Sjónina sakaði ekki.
Gömul kona varð fyrir fract. Collesi, fyrst vinstra megin og þrem
mánuðum síðar hægra megin. Datt hún í hálku. Fract. antibrachii 1,
epicondyli humeri med. 1. Lux. humeri 1, talo-cruralis 1. Commo-
tiones cerebri 3.
Blörtduós. A Skagaströnd féll barn á 2. ári af borði niður á stein-
gólf og rotaðist til bana. 1 kona lærbrotnaði, en orsök þess var ill-
kynjað æxli inni í beininu. 1 gömul kona og ung'lingspiltur fengu brot
á vendilegg, og 1 drengur fór úr liði um olnboga. Auk j)ess fórst
enskur hermaður hér á Blönduósi á þann hátt, að skriðdreki, sein
hann var á, hvolfdist yfir hann, og er hann vitanlega ekki talinn á
dánarskýrslu. Annar fór í tannhjól með fingur, sem var aflimaður.
Sauðárkróks. Alls skráðir 170 slasaðir sjúklingar. Mest smáslys.
Hin helztu voru: Lux. digiti 1. Epihyseolysis radii 1. Fract. costae 2,
humeri 1, ulnae 2, radii 2, metatarsi 2, malleoli 1 (við fall í leik-
fimi), cruris 2 (við fall af hesti og við að hrasa gangandi), tali com-
plic. 1 (við fall af slá, er lá yfir hlöðurúst), cruris 4- lux. talocruralis
complic. 1 (festist með fótinn í dekkvindu á bát), colli femoris 1 (dó),
baseos cranii 1 (dó). 3 hafa á árinu látizt af slysförum: 53 ára gamall
maður, er var fatlaður, datt úr stiga og koin niður á steingólf, fékk
liann við það fract. baseos cranii og lézl eftir 1 klt. 78 ára gömul kona
íell úr stiga og fékk fract. colli femoris, missti stuttu síðar meðvitund
(embolia eða haemorrhagia cerebri?), og lézt hún 3 sólarhringum síð-
ar, án þess að hafa komizt til meðvitundar, hafði síðasta sólarhring-
inn háan hita. 4 ára clrengur var hjá heimafólki, er var við heyskap
á bökkum Héraðsvatna, gekk hann einn af slað undir kvöld og ætlaði
til bæjar, sem var skamint frá, en hann kom aldrei fram og hefir
ekki fundizt, vafalaust drukknað í Vötnunum.
Hofsós. Um slysfarir ekki mikið, mest skurðir á höndum i sambandi
við nýbyrjaða fiskflökun. Fract. cruris 1. 2 dög'um fyrir jól í vetur
vildi það slys til á Hofsósi, að 9 ára gamall drengur, sem var að leik
niðri í stórum vélbát við bryggju, lenti með hægra liandlegg undir
vírstreng, sem vafðist upp á vindu skipsins, en hún var í gangi. Tók
handlegginn alveg sundur nokkru fyrir ofan miðjan upphandlegg,
en á að gizka fingurlangt leggjarbrot stóð út úr sárinu. Gert var við
þetta á svipaðan hátt og þegar gerð er amputatio og greri per primam.
Ólafsfj. 45 slys, flest minna háttar. Vuln. dilacerat. 8, incis. 5,
contus. 6, sclopetar. 1 (maður var að skjóta kollótta gimbur og' hélt
undir kverkina, en kúlan fór í gegnum kindarhöfuðið og reif út úr
fingurg'ómi á manninum). Combustiones 4, þar af 3 á 2. stigi og 1 á 2.
og 3. stigi. Distorsiones 4. Fract. costae 1, femoris 2 íeins árs drengur