Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Blaðsíða 86
84
að fullti enn þá. Sökudólgana hefir ekki tekizt að handsama. Þá hafa
læknar getið nokkurra brunasára og corpora aliena, en ekkert þeirra
tilfella hefir verið alvarlegs eðlis. Að minnsta kosti 2 af slysum þeirn,
sem hér um getur, mun mega kenna ölvun, og var i öðru tilfellinu um
* banvænt slys að ræða.
Höfðahverfis. Distorsiones & contusiones 18. Corp. alien. oculi 1.
Stungur og' skurðir 11. Brunar 3. Beinbrot 2. Kona um sextugt féll í
yfirlið og varð handleggurinn undir henni, en hún þung. Fékk hún
við þetta fract. radii, hafði áður hrotnað á báðum handleggjum og
rifbeinsbrotnað. 1 árs drengur datt niður stiga og'viðbeinsbrotnaði.
2 menn með öngla, sem stungizt höfðu í hendur þeirra. Maður var
að girða með gaddavír, slitnaði vírinn og reif langan skurð eftir
augnbrún og efra augnloki hans. 2 drengir voru að rjála við afhaus-
unarhníf. Vildi svo slysalega til, að hann rakst í læri annars drengs-
ins. 5 ára drengur brenndist illa, þannig að barnið var að horfa á
laufabrauðsbakstur og sat nærri borði, sem brauðið var haft á, en í
það var verið að hita mjólk. Konan, sem tók mjólkina af vélinni,
inissti mjólkurílátið jdir fætur barnsins.
Reijkdæla. 3 menn drukknuðu: 68 ára gamall maður í Mývatnssveit.
Grunur um sjálfsmorð. 17 ára pitlur féll niður uin snjóhengju ofan í
djúpan þurrkskurð, fullan af snjó og krapi, og kafnaði. 1% árs barn
drukknaði í sundlauginni á Laugum. Lux. humeri 2, patellae 1. Fract.
claviculae 2, antibrachii 2, costarum 2. Corp. alien. oculi 2, manus
1. Stúlka rak nál upp í höndina, er hún vildi þerra vatn úr glugga, en
þar stóð nálin í kistunni. Vuln. incisa et contusa 5. Commotio et com-
pressio cerebri 1. Piltur á Laugaskóla datt i tröppum og rotaðist;
náði sér fljótlega og leið sæmilega fyrsta sólarhringinn. Þá fór að
bera á vaxandi höfuðverk og fleiri þrýstingseinkennum (púls 43).
Var hann þá strax fluttur á sjúkrahús Húsavíkur og þar gerð tre-
panatio. Tókst þegar að finna hina sundurslitnu æð (ram. ant. art.
med. dx.) og binda fyrir stúfana. Piltinum heilsaðist vel.
Ö.varfj. Mörg smáslys, þar að auki: Fract. radii (á miðju beini) 1,
antibrachii 1. Lux. radii 1. Allt krakkar, sem duttu. Fract. femoris
1 karl., 36 ára. Sjóðandi vatn helltist yfir vegagerðarmann, og brann
handleggur frá öxl að úlnlið. Við verksmiðjuna á Raufarhöfn hrenndu
nokkrir sig á hér nýjum hlut, svo nefndum „vítisóda", einn allmikið.
Um eitt kviðslit vissi ég, sem varð af slysi, þó að ekki sé hægt að sanna
það, því að ekki hafði maðurinn mínútugamalt læknisvottorð um, að
liann væri heill. Hann var slysatryggður, en fékk engar bætur. Veit
ég ekki, til livers „eyðuhlöð um kviðlist" eru. 16—17 ára piltur, stór
og þróttmikill eftir aldri, varð úti á Hólsfjöllum. Það er orðið nokkur
tizka ungra manna hér á síðustu árum að klæðast litið — vera í
ermalausum skyrtum t. d„ og því nær nærbuxnalausir, hverju sem
viðraði. Þannig var piltur þessi biíinn. Nú brast á stórhríð, og sáust
þess síðar merki, að pilturinn hafði setzl að undir steini einum og'
hefir sofnað. Hinn 29. des. fór 32 ára maður frá Grímsstöðum á
Fjöllum til kinda að morgni. Hann var hraustur, en hafði síðustu daga
kvartað um höfuðverk og svitnað injög á höfði, sem var honum
óþekkt. Hann kom ekki heim um kvöldið og fannst dauður 12