Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Page 87
85
klukkustundum eftir burtförina, 4 kílómetra frá heimili sínu, og varð
af öllu séð, að hann hafði verið á leið að heiman, þ. e. dáið um morg'-
uninn. Hann var bróðir hins lærbrotna manns og ])eir og pilturinn,
sem úti varð, bræðrasynir. Er þetta mikið högg í sama knérunn lítillar
sveitar á sama ári.
Þistilfj. Mesta slysið varð, þegar bátur Maríusar Ólafssonar útgerð-
armanns hér fórst að næturlagi við Gunnarsstaðasand, og drukknaði
hann og Sigurjón Sigurðsson útgerðarmaður, er með honum var í
þessari för. Komu þeir frá Raufarhöfn, fóru þaðan undir myrkur,
lirepptu vont veðnr og vondan sjó og hala villzt í myrkrinu inn undir
sandinn án þess að verða þess varir, fyrr en grunnbrotið tók bátinn
héljartökum. Bóndi í Hvammi í Þistilíirði ætlaði að hreinsa leiðslu,
sem liggur úr þvottaskál í eldhúsi i forargryfju, steypta utan húss.
Er bóndi tóbaksmaður mikill og hafði pípu sína uppi í sér, er hann,
þegar eftir að hann opnaði þróna og stakk niður stiga, fór niður i
gryfjuna. Vissi hann þá ekki, fyrr cn allt var í eldi í kringum hann
og hann skauzt upp úr gryfjunni alelda. Segir sonur hans, sem stóð
við glugga og sá föður sínum skjóta upp úr gryfjunni, að hann væri
að sjá eins og inni í eldstólpa, er hann næstum lyptist upp úr gryfju-
opinu, án þess að liann virtist hreyfa sig verulega til þess sjálfur.
á ar þegar hlaupið til og slökkt í fötum bónda, en mikinn bruna hafði
hann þegar hlotið, sérstaklega á höndum og andliti og brjósti. Varð
síðan að laga nokkuð neðra augnlok öðrum megin, sem samdráttur
í örum færði úr lagi. Maður féll af hesti og hlaut fract. radii og
commotio cerehri. 4 ára barn fékk ax af nýræktarpuntstrái niður í
lungu, hafði verið að leika sér með það uppi i sér, en hrökk niöur með
innöndun. Fékk barnið ákafan hósta og igerð í lungað. Fór til Akur-
eyrar, en ekki áleizt, að framkvæmanleg væri aðgerð til úrhóta þar
að svo stöddu, kom lieim og var nokkuð hress um áramót. Maður
varð fyrir grjóthruni á ferð um Eiðisfjörur, fékk stein í höfuðið
og mun hafa legið a>ði lengi rænulaus, unz sjór fór að falla á hann.
Raknaði ]>á við og hafði sig til bæja.
Vopnafj. Engar alvarlegar slysfarir á árinu. Telpa 12 ára datt í
þýfðu túni og lærbrotnaði. Maður datt af hestbaki og viðbeinsbrotn-
aði. Barn viðbeinsbrotnaði. 2 karlmenn rifbrotnuðu, og 1 karhnaður
lingurbrotnaði. Hjá lýsisbræðslumanni bilaði prímus, og brenndist
maðurinn allmikið í andliti, en ekki hættulega. Helztu áverkar ann-
ars þessir: Vuln. punct. 4, contus. et incis. 12. Contusiones 3. Distor-
siones 3. Corp. alien. cutis 1, corneae et conjunctivae 5. Combus-
liones 4.
Seijöisfj. Unglingspiltur lenti ineð h. handlegg í vél i mótorbát,
brotnaði bæði ulna og radius, og varð lux. cubiti. Annar datt á fiski-
reit og hlaut fract. supramalleolaris. Gömul kona datt fvrir utan hús-
dyr sínar, og varð úr fract. radii tvpica dextra. 3 Englendingar inn-
lagðir á sjúkrahúsið mikið slasaðir: 1) 21 árs brezkur setuliðsmaður
frá Reyðarfirði fluttur hingað í flugvél eftir að hafa fengið skot i
gegnum annað lærið. A miðju læri framanverðu var hold allt sundur
rifið á ca. lófastóru svæði og lærleggurinn brotinn. Hann var
aðfranikominn og dó eftir nokkra daga, þrátt fyrir blóðgjöf og aðrar