Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Blaðsíða 92
90
óhæfur í heimalnísuin vegna ofsóknar gagnvart móður sinni, en tollir
hvergi annars staðar. Sjúkrahúsvist fæst ekki fyrir hann heldur.
Blönduós. Geðveikir hafa engir orðið á árinu.
Ólafsfj. Milli jóla og nýjárs brjálaðist kona á sveitaheimili, og nevdd-
ist ég til að taka hana á sjúkraskýlið strax. Eg hefi nú í fyrsta sinn
skráð ungan pilt, sem er nokkuð heilbrigður yfir sumartímann, en
allan veturinn ekki með sjálfum sér.
Instilfj. Geðveikar urðu 2 manneskjur á árinu. Komust bæði
hurt á jiessu ári.
Hornafj. Til vandræða horfir að koma frá sér geðveiku fólki og
taugabiliuðu, sem nauðsynlega þyrfti hælisvist. Er vafalaust erfiðara
að hafa slíka sjúklinga í heimahúsum en var, ef til vill fyrir meiri
kveifarskap fólksins, en einnig af eðlilegum ástæðum, sem sé mann-
fæð á heimilum. Liggur við upplausn á sumuin heimilum, sem ekki
geta losnað við slíka sjúklinga.
U m f á v i t a.
Hofnafj. Ekki valda fávitar hér vandræðum, enn sein komið er.
U m b 1 i n d a.
Blönduós. Blindir hafa mér vitanlega engir orðið á árinu, en senni-
lega er frekar vantalið en oftalið á þeirri skrá.
Hornafj. Blindum fækkar heldur, og verður vonandi framhald á þvi,
svo að færri blindir bætast við en deyja, nú þegar augnlæknar ferðast
um land allt árlega.
U m deyfilyfjaneytendur.
Hornajj. Deyfilyfjaneytendur eru 2, annar flogaveik stúlka, 16 ára,
sem verður að nota 20—30 sg lúmínal daglega, enda fer henni and-
leg'a hnignandi. Er hún einn vandræðasjúklingurinn, sem er um það
bil að leggja heimili foreldra sinna í rústir. Eiga þau 4 börn, 1 floga-
veikt og 2 stórlega taugaveikluð, og magnast veiklun þeirra við að
horfa á systur sína. Auk þess er konan sjálf tæp. Hinn er áttræð
kona, ellihrum, hjartveik og hysterísk. Verður að hafa litils háttar
opiata daglega.
Vestmannaeijja. Um deyfilyfjaneytendur skal þessa getið: 41 árs
kona notar mikið opíum, og virðist læknir hennar litlar hömlur geta
á það lagt. Hún fer með 25 g tinctura thebaica á dag, cn gerir sér
far uin að pretta á alla lund: „glösin brotna, tappinn fer úr þeim“
o. s. frv., og kemur þá öð og uppvæg og lieimtar meira. Eg tel mikla
nauðsyn á að koina konunni á Klepp, og þar væri gerð tilraun til að
venja hana af lestinum. í heimahúsum er ekki um það að ræða. 24
ára gift kona notar 10 g á viku, en sama um hana og hina. Hún
prettar, eins og hún getur, og sendir ólíklegustu menn á stúfana fyrir
sig. Samlagslæknir hennar telur hana hafa frekar dregið iir þessu
upp á síðkastið, en lítið virðist það vera samkvæmt eiturlyfjabók
lyfsalans hér. Þyrfti kona þessi einnig að komast á hæli sér til lækn-
ingar.