Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Page 95
9:5
2. Heilbrigðisstarfsmenn.
. Tafla I.
A læknaskipun urðu eftirfarandi breytingar:
Einar Ástráðsson héraðslæknir i Reyðarfjarðarhéraði og Ingólfur
Gíslason héraðslæknir í Berufjarðarhéraði settir 2. febrúar til þess að
gegna Fáskrúðsfjarðarhéraði ásamt sínuni héruðum. — Brynjólfur
Dagsson læknir á Selfossi skipaður 20. febrúar héraðslæknir i Reyk-
dælahéraði frá 1. apríl að telja. — Snorra Ólafssyni héraðslækni í Fá-
skrúðsfjarðarhéraði veitt 20. febrúar lausn í náð frá 1. þess mánaðar
að telja. — Sigurður Sigurðsson berklayfirlæknir i Reykjavík skipað-
ur 28. maí berklayfirlæknir samkvæmt berklavarnarlögum nr. 66, 30.
des. 1939. — Ragnar Ásgeirsson cand. med. & chir. settur 11. júní hér-
aðslæknir í Reykjarfjarðarhéraði. — Þórður Oddsson cand. med. &
chir. ráðinn 19. júní til að vera læknir á Raufarhöfn á síldarvertiðinni.
— Haraldur Sigurðsson cand. med. & chir. skipaður 30. okt. héraðs-
læknir í Fáskrúðsfjarðarhéraði frá 1. þess mánaðar að telja. — Axel
Th. Dalmann cand. med. & chir. skipaður 30. okt. héraðsla'knir í
Hesteyrarhéraði frá 1. þess mánaðar að telja.
Að störfuin á árinu settust: f Reykjavik: Gunnar Cortes, Jóhannes
Björnsson, Kristbjörn Tryggvason, Kristján Hannesson, María Hall-
grímsdóttir, Ólafur Jóhannsson, Theódór Skúlason og Úlfar Þórðar-
son.
Almenn lækningaleyfi og sérfræðingaleyfi voru veitt samkv. lög-
um nr. 47 23. júní 1932 uin lækningaleyfi o. s. frv., sbr. reglugerð
20. febrúar 1936 um framhaldsnám-kandídata í læknisfræði til að
geta öðlazt ótakmarkað lækningaleyfi og um sérmenntun lækna til að
geta öðlazt sérfræðingaleyfi.
I . A1 m e n n t lækningaleyfi:
Ivristján Hannesson (12. apríl).
Erling Tulinius (14. maí).
Haraldur Sigurðsson (14. maí).
Eggert Steinþórsson (30. júlí).
Oddur Ólafsson (27. ágúst).
Axel Th. Dahlmann (20. október).
Gunnar Cortes (8. nóvember).
Björn Sigurðsson (13. desember).
2. Sérfæðingar:
Ófeigur Ófeigsson í lyflækningum (30. janúar).
Kristján Hannesson í gigtar- og liðasjúkdómum (12. apríl).
Ólafur Geirsson í lungnasjúkdómum (10. maí).
Theódór Skúlason í lyflækningum (26. ág'úst).
Úlfar Þórðarson í augnlækningum (26. ágúst).
Kristbjörn Tryg'gvason í barnasjúkdómum (21. nóvember).
Gísli Fr. Petersen í geislalækningum (13. desember).
Ólafur Þ. Þorsteinsson í handlækningum (13. desember).
3. Takmörkuð lækningaleyfi:
Hanna Sigfúsdóttir, tannsmíðar á Siglufirði (5. marz).
Kurt Sonnenfeld, almennar lannlækningar á Siglufarði (25. mai).