Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Page 98
50 sjúklingar fengu Ijósböð (háfjallasól), aðallega frainfaralítil börn.
Sólbaða gátu engir orðið aðnjótandi á sumrinu.
Norðfj. Sama ástandið og versnandi þó. Með öðru verður það til
þess, að sjúkrahúsið notast minna og minna.
Fáskrúðsfí. Sjúkraskýli hefir ekki verið starfrækt á árinu.
Hornnfí. Á sýslufundi 1039 var samþykkt að festa kaup á húsi, sem
er eign Kaupfélags A.-Skaftfellinga. Fékkst húsið keypt, ásamt úti-
lrúsi, sem breyta mátti i fjós og hlöðu o. s. frv., og tilsvarandi lóðar-
réttindum fyrir kr. 10000,00 með góðum borgunarskilmálum. Næsta
vor var ráðizt í breytinguna, enda þótt dýrtíð væri á skollin og' erfitt
um útvegun á öllu efni. Þetta gekk þó stórslysalaust, og var breyting-
unni að mestu lokið um áramótin síðustu. Var þá kostnaður við liana
kominn upp í kr. 35000,00 og þó ýmislegt smávegis eftir. í læknisbú-
staðnum eru 2 eins manns herbergi, sem þó geta rúmið 2, ætluð
sjúklingum.
G\rimsnes. Lítið hefir sjúkraherbergið í læknisbústaðnum verið
notað þetta ár. Þeir, sem aðgerða þurfa, sem nokkuð kveður að, fara
auðvitað allir á stóru spítalana í Reykjavík. Þangað er stutt og auð-
velt að koma sjúklingum.
Keflavíkur. Sjúkraskýli Rauðakrossins í Sandgerði starfaði eins og
undanfarið. Hefir hjúkrunarkonan sent mér eftirfarandi skýrslu:
ígerðir í höndum 9 tilfelli, og þurfti 1 af þeim rneira háttar aðgerðar.
Hálsbólga 6. Kvel' 11, og var 1 af þeim bronchopneumonia. Kýli 10.
Dysenteria 4. Lymphangitis, nokkur tilfelli. F’ebris rheumatica 1.
Scabies 6. Impetigo 1. Finnsku böðin, segir hún, að reynist ágætlega
og séu þau mikið noluð í landlegum.
B. Sjúkrahjúkrun. Heilsuvernd. Sjúkrnsamlös'.
H júkrunarfélög.
1. Hjúkrunarfélagið Likn í Reykjavík gerir svofellda grein fyrir
störfum sínum á árinu:
Árið 1940 hafði hjúkrunarfélagið Líkn 0 hjúkrunarkonur í fastri
þjónustu sinni auk afgreiðslustúlku síðasta mánuð árins. Störfum
var skipt þannig, að 3 hjúkrunarkonur unnu við heimilisvitjana-
hjúkrun, 2 við berklavarnarstöðina í Reykjavík og 1 við ungbarna-
vernd Líknar. Afgreiðslustúlkan vann við berklavarnarstöðina ein-
göngu. Stöðvarhjúkrunarkonurnar höfðu hjúkrunarkvöldvakt í réttu
hlutfalli við heimilishjúkrunarkonurnar, og 1 hefir aðstoðað í sumar-
leyfum og veikindaforföllum. Farið var í 8558 sjúkravitjanir, þar af
voru 7517 sjúkrasamlagsvitjanir (sjá siðar um heilsuverndarstöð
Reykjavíkur). Meðlimatala Líknar er um 250. Tekjur félagsins á ár-
inu voru kr. 59966,31 og gjöld kr. 59914,65.
2. Kvenfélag í Andakílshreppi heldur hjúkrunarstúlku.
3 Kvenfélag í Borgarnesi aðstoðar heimili í sjúkdómstilfellum.
4. Kvenfélag á Sandi sömuleiðis.
5. Hjúkrunarfélag Ólafsvíkur, Ólafsvík. Engin greinargerð um hag
félagsins á árinu (sjá síðar umsögn héraðslæknis).
6. Hjúkrunarfélagið Hjálp, Patreksfirði. Tala meðlima 25. Tekjur