Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Síða 100
98
Ungbarnavernd: Ungbarnaverndarhjúkrunarkonan fór í 2268
vitjanir á heimili auk 278 eftirlitsferða fyrir sjúkrasamlag Reykja-
víkur til barnshafandi kvenna, sem óskað höfðu sjúkrahúsvistar á
kostnað samlagsins. Stöðin fékk 394 nýjar heimsóknir barna og 1965
endurteknar heimsóknir. 73 mæður leituðu ráða hjá stöðinni, og töld-
ust því alls 2432 heimsóknir þangað. 78 barnshafandi konur leituðu
stöðvarinnar, þar af voru 40 nýjar heimsóknir. 248 börn hafa notið
ljósbaða á stöðinni á árinu. Heimsóknardagar að viðstöddum lækni
voru tvisvar í viku, og 1 sinni í mánuði var tekið á móti barnshafandi
konum. Frá stöðinni var lánaður alls konar barnafatnaður, og útbýtt
var vörum, einkum lýsi og fatnaði, er stöðinni bárust til útbýtingar.
Allar gjafir til stöðvarinnar voru inetnar til peninga og töldust ca.
kr. 10380,00 virði.
2. Heilsuverndarstöð ísafiaröar.
Berklavarnir: Starfseminni var haldið áfram á þessu ári með
sama starfsliði.
Alls voru rannsakaðir 910 manns, og reyndust 57, eða 6,3%, hafa
virka berklaveiki. 4 sjúklingar höfðu smitandi lungnaberkla, eða
0,4%, 44 virka, en ekki smitandi berklaveiki í lungum, eða 4,8%, og
13 virka berkla í öðrum líffærum, eða 1,4%, þar af 1 smitandi nýrna-
berkla. Rannsóknir alls 1217, þar af í fyrsta sinn 419.
Skyggningar voru framkvæmdar 747 sinnum og 31 röntgenmynd
tekin. Sökkrannsókn var gerð 65 sinnum og rannsóknir á hráka 55
sinnuin.
Loftbrjóstaðgerðir voru framkvæmdar 191 sinni á 13 sjúklingum.
Ungbarnavernd: Á kostnað sjúkrasamlagsins fór fram skoðun
á ungbörnum tyisvar í mánuði frá 27. júní af læknum samlagsins og
beilsuverndarhjúkrunarkonu. 194 skoðanir alls á 52 börnum.
3. Heilsuverndarstöð Siglufjarðar.
Heilsuverndarstöðin starfaði á svipaðan hátt .og árið áður.
Alls voru rannsakaðir 1270 manns. Rannsóknir alls 1585. Með
virka berklaveiki reyndust 25, eða 2,0%, þar af með smitandi berkla-
veiki 8, eða 0,6%.
Loftbrjóstaðgerð var framkvæmd 102 sinnum á 10 sjúklingum.
Um fjölda röntgenmynda er ekki gelið.
Stöðin var opin 90 daga á árinu.
4. Heilsuverndarstöð Akureijrar.
Berklavarnir: Alls komu til stöðvarinnar 817 inanns. Rann-
sóknir alls 1840. Með virka berklaveiki reyndust 103, eða 12,6%,
þar af með smitandi berklaveiki 13, eða 1,6%. Alls voru fram-
kvæmdar 1246 gegnlýsingar og 92 röntgenmyndir teknar. Hrákar
rannsakaðir í 71 skipti og' blóðsökksrannsóknir gerðar 702 sinnum.
A árinu voru framkvæmdar á stöðinni 255 loftbrjóstaðgerðir á 27
sjúklingum.
Stöðin var opin tvisvar í viku, og störfuðu við hana eins og árið
áður 1 hjúkrunarltona, héraðslæknirinn og yfirlæknir Heilsuhælisins
í Kristnesi.
Af ýmsum sjúkdómum, öðrum en berldaveiki, sem fundizt hafa við
rannsóknirnar, voru þessir helztir: Kvef 116, einphysema pulmonum