Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Blaðsíða 102
100
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Starf samlagsins og samningur við lækna og hjiikr-
unarlconu óbreytt á árinu. Hjúkrunarkona'n tekur einnig að sér
lijúkrun fólks utan samlagsins, svo sem gamalmenna, en engir samn-
ingar eru um slíka hjúkrun, og verður ekki sagt, að sú hlið málsins
ins sé í góðu horfi.
Borgarfj. Sjúkrasamlög engin í héraðinu, en skólarnir á Hvanneyri
og í Reykholti hafa sjúkrasjóði fyrir nemendur sína. Hjálparstúlka
starfaði á vegum kvenfélagsins i Andakílshreppi.
Borgarnes. Eins og í fyrra vetur hafa margir — einkum veilduð
börn — notið ljósbaða, og virðist sú viðleitni hafa g'óð áhrif. Kven-
félagið hér hefir með styrk frá hreppnum haft ráð á góðum kven-
manni til að hlaupa í skarð, ef veikindi trufla rekstur fámennra
heimila, t. d. ef húsmóðir sýkist eða þarf að sinna sjúkum börnum.
Hefir þetta komið sér vel.
Úlafsvikur. Hjúkrunarfélag Ólafsvíkur starfar sem að undanförnu
að hjálp sjúkra og fátækra. Kvenfélag starfar á Sandi og veitir sjúk-
um aðstoð.
Patreksfj. Hjúkrunarfélagið Hjálp hefir haft stúlku í þjónustu
sinni með föstu mánaðarkaupi, kr. 65 og' kr. 70 yfir vetrarmánuðina,
en kr. 80 yfir sumarmánuðina. Stúlkan er til aðstoðar með fastri
dvöl á heimilum, þar sem veikindi eru. Þeir, sem þessa aðstoð þiggja,
liafa greitt félaginu kr. 1,50 á dag fyrir aðstoðina, þeir, sem eiga
hægt með, annars er þess ekki krafizt. Félagið leggur fram árlega kr.
100,00 í barnaheimilissjóð, sem stofnaður var i tilefni af 10 ára starf-
semi félagsins. Félag'ið nýtur einskis opinbers styrks, en aflar sér
tekna með skemmtunum og veitingasölu við einstök tækifæri og ár-
gjöldum telaga.
Flateyrar. Sjúkrasamlag' ekkert í héraðinu og ekkert hjúkrunar-
lelag. Suðureyrarhreppur í Súgandafirði hefir haft hjúkrunarkonu,
sem hefir sinnt sjúklingum, þegar með hefir þurft. Hún hefir líka gert
við meiðsli og smáígerðir, þegar ekki hefir náðst til læknis. Hjúkr-
unarkonan hefir haft mikið að gera, en engin skýrsla liggur fyrir um
starf hennar. Ferðir milli fjarðanna eru svo dýrar, að fólk hliðrar
sér hjá þeim kostnaði nema í ýtrustu nauðsyn. Sömuleiðis hefir
kvenfélagið Brynja á Flateyri þetta árið haft ólærða hjálparstúlku.
Hún hefir hjálpað til á heimilum, þar sem veikindi hafa verið, vakað
yfir sjúklingum, þar sem með hefir þurft, og því um líkt.
ísafj. Auk lögboðinna hlunninda veitir samlagið dagpeninga kr.
1,00 á dag fyrir hinn sjúka, liggi hann utan sjúkrahúss, og kr. 0,50
fyrir hvern á framfæri. Dagpeningar greiðast þó aldrei, fyrr en eftir að
0 vikur eru liðnar, frá því að liinn tryggði var óvinnufær, og greiðast
í 19 vikur á ári. Greitt tillag til berklavarnarstöðvar kr. 600,00 yfir
árið. Starfrækt var heilsuverndarstöð fyrir ungbörn frá 1. júlí
1940.
Ögtir. { héraðinu er mjög erfitt um sjúkrahjúkrun og heilsuvernd,
og ræður það að líkum, þegar athugað er, að strandlengja héraðsins
er nær 300 km, auk langra dala. Með núverandi skipulagi heilbrigðis-
málanna er ómögulegt að veila fólki í dreifbýlinu fullnægjandi læknis-