Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Qupperneq 109
107
vanir, eru undarlega sinnulausir um að losna við hana, þó að með-
ulum og ráðleggingum sé troðið upp á þá.
Borgarnes. Húsakynni hafa lítið breytzt, ekkert hægt að byggja og
lítið að lagfæra. Húsnæðisekla er hér i þorpinu, því að góð atvinna
dregur fólkið að. Um þrifnað ekkert nj’tt að segja, sums staðar góður,
en á öðrum stöðum afleitur. Salerni víða ókomin enn, og er það lítt
fyrirgefanlegt bæði af þrifnaðar- og fjárhagsástæðum. Virðist full
þörf á, að hið opinbera taki hér fastar í taumana, því að þetta
salernaleysi nálgast það að vera þjóðarhneyksli.
Ólafsvikur. Húsakynni fara heldur batnandi, þótt enn séu þau mjög
léleg í sjávarþorpum. Þrifnaði er mjög' ábóta vant, en ástandið í þeim
efnum fer batnandi.
Stijkkishólms. Aðeins 1 hús var reist á árinu. Viðhaldi hxisa mjög'
áfátt. Þökin látin ryðga og' gluggar vanræktir.
Dala. Um nýbyggingar var ekki að ræða í ár, en nokluið unnið að
endurbótum eldri húsa. Þó að húsakynni til sveita hafi mikið batnað
liin síðari ár, er þar þó inikið verkefni óleyst enn.
Regkhóla. Húsakynni víða orðin sæmileg. Þrifnaður virðist heldur
fara batnandi með bættum efnahag' almennings. Lús er þó of víða,
t. d. sést einlægt nit í skólatelpum.
Flateyjar. Engin ný hús hafa byggð verið. Þrifnaður líklega ekki
lakari en annars staðar, el' lúsin er frá talin. Við flest hús munu vera
einhverjar kamranefnur (kagg'asalerni). Baðker án hitunarútbúnaðar
er í einu húsi.
Bíldudals. Húsakynni smám saman að færast í betra horf. 2 góð
ibúðarhús voru byggð hér á Bíldudal á árinu, annað Iilaðið úr tvö-
földum vikurhellum og steinlímt, steypuhiið utan og innan, hitt byggt
úr steinsteypu með vikureinangrun. Viðhald á liúsum er að lagast, en
víða mjög' ábóta vant með snyrtingu og umgengni kringum hús. Alltaf
ber talsvert á lús og fló. Salerni enn þá víða ófullkomin eða vantar.
Þingeyrar. Húsabyggingar engar í kauptúnum og litlar í sveitum,
efni dýrt og lítt fáanlegt.
Flateyrar. Húsakynni á Flateyri eru yfirleitt sæinileg, engar kjall-
araíbúðir og' engar íbúðir mjög lélegar. Aftur eru húskvnni á Suður-
eyri mjög léleg hjá sumum fjölskyldunum og nálgast í sumum til-
fellum að vera óhæfar með öllu, eins er í sveitunum og það ekki
síður í Önundarfirðinum, þar sem eru nokkrar íbúðir, sem telja
verður alls óhæfar, en við það verður líklega að sitja, meðan striðið
helzt. Engin íbúðarhús á árinu reist í héraðinu. Þrifnaður innan
húss viðast sæmilegur, en utan húss stórum lakari. Flestir þrífa lóðir
sínar illa eða ekki, og á óbyg'gðu svæðin er öllum óþverra hent.
Kaupfélagið og' annað verzlunarfyrirtæki til eiga hér á Flateyri'stórar
lóðir. A þessum lóðum er klasi af gömlum pakkhúsum og beitinga-
skúrum. í þessum kofum þrífst ótrúlegur fjöldi af rottum, sem svo
flæða yfir kauptúnið, svo að staka aðgæzlu þarf til að halda annars
sæmilegum húsum rottulausum. Þessi ófögnuður eyðileggur allt,
sem utan húss er, og' stórskemmir kartöflur og rófur í kálgörðunum
að sumrinu. Ég hefi séð tekið hér upp lir rófugarði, þar sem svo að
segja hver einasta rófa var nöguð. Enn þá hefir hreppurinn ekki