Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Qupperneq 120
118
Sauðárkróks. Meðferð ungbarna yfirleitt góð, flest börn eru á
brjósti, að minnsta kosti fyrst í stað, en munu þó oftar tekin of
snemma af brjósti.
Ólafsjj. Ekki vantar á, að mæður vilji fara réttilega og vel með börn
sín. En ég hefi tekið eftir því, að tíminn, sem þau eru höfð á brjósti,
vill verða æði stuttur hjá sumum mæðrum. Er því ekki vel að marka
það, sem skráð er á skýrslum, því að þar er farið eftir ástandinu eins
og það er, þegar ljósmóðir fer frá konunni.
Svarfdæla. Meðferð ungbarna yfirleitt góð, og það, sem miður fer,
yfirieitt ekki af viljaleysi, en þekking' í molum, eins og gengur, en
stendur til bóta, því að áhugi á fræðslu um þessi efni er almennur.
Akureijrar. Meðferð ungbarna virðist hér almennt vera í bezta lagi,
enda flest ungbörn höfð á brjósti sæmilega lengi.
Höfðahverfis. Yfirleitt góð. Flest börn fá brjóst. Lýsi fá þau og
snemma, en aftur vantar þau oft grænmeti. Um ávexti hefir ekki verið
að tala.
Þistilfj. Meðferð ungbarna góð. Margar konur byrja ef til vill heldur
snexnma á pelanum. Lýsi allmikið notað.
Seijðisfj. Meðferð ungbarna almennt góð. Flestar mæður hafa börn
sín á brjósti, og lýsisgjafir eru almennar. Ungbarnadauði enginn.
Berufj. Yfirleitt góð. Flestöll börn höfð á brjósti og fá snemma lýsi.
Kvillar óalgengir í ungbörnum. Ekkert barn dó á árinu.
Vestmannaeijja. Yfirleitt góð. Stöðugt haldið að mæðrum að hafa
börnin á brjósti og verja þau beinkröm.
9. íþróttir.
Læknar láta þessa getið:
Borgarnes. Iþrótta verð ég lítið var, og íslenzka glímu sé ég nú aldrei
hér. Skautahlaup er iðltað af þorpsbúum, ef ís kemur á vatn einhvers
staðar nærlendis. Fer unga fólkið þá á bílum 10—20 kílómetra til að
nota svellið, meðan það gefst. Um skiðaíþrótt er ekki að tala, því að
snjór sést hér mjög sjaldan, að talizt geti.
Flategjar. Mjög lítið iðlcaðar, helzt sund.
Bíldudals. íþróttafélag stofnað á Bíldudal síðastliðið ár, og er tölu-
verður og' vaxandi áhug'i á íþróttum. Aðallega hafa verið stundaðar
úliíþróttir, svo sem sund, skíðaferðir, knattspyrna, handholti, hlaup
o. fl. Sundnámskeið er haldið á hverju sumri við lieita laug í Reykjar-
firði, og er vaxandi þátttaka bæði barna og fullorðinna.
Þingeyrar. Hér í kauptúninu er 40 ára gamalt íþróttafélag. Með
sprettum hefir það lifað góðu lífi, en deyfðarköst gert vart við sig
öðru hverju. Skíðaferðir eru nú móðins, en snjóleysi hefir með öllu
bannað þær siðast liðinn vetur. Sund er iðkað nokkuð. Eru 2—3 sund-
námskeið í upphitaðri kjallaralaug við héraðsskólann að Núpi á
hverju sumri.
Flateyrar. íþróttir eru hér lítið iðkaðar. Þó hefir íþróttafélag, sem
er til hér á Flateyri, haft íþróttakennara mánaðartíma undanfarna 2
vetur. Sömuleiðis hefir þetta sama félag komið sér upp bráðabirgða-
sundlaug rétt við síldarverksmiðjuna á Sólbakka. Stjórn síldarverk-