Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Blaðsíða 123
121
upp með 2,8 m3. I heimavistarskólunum 2,4—5,3 m3, meðaltal 3,5 m3.
í hinum sérstöku kennsluherbergjum í íbúðarhúsum 1,5—8,2 m3,
meðaltal 3,3 m3. í íbúðarherbergjum 1,9—5,2 m8, meðaltal 3,3 m3,
sem heimilisfólkið notar jafnframt. í hinum sérstöku skólaluisum,
þar sem loftrýmið er minnst, er það oft drýgt með því að kenna börn-
unum til skiptis i stofunum. Vatnssalerni eru til afnota í skólunum
fyrir 8495 þessara barna, eða 63,1%, forar- og kaggasalerni fyrir 4402
börn, eða 32,7%, og ekkert salerni hafa 565 börn, eða 4,2%. Leikfimis-
hús hafa 6710 barnanna, eða 49,8% og bað 7246 börn, eða 53,8%. Leik-
vellir við þessa skóla eru taldir fyrir 7107 börn, eða 52,8%. Læknar
telja skóla og skólastaði góða fyrir 8946 þessara barna, eða 66,5%,
viðundandi fyrir 3991, eða 29,6%, og óviðunandi fyrir 525, eða 3,9%.
Læknar láta jjessa getið:
Skipaskaga. Skólaskoðun fór fram í öllum hreppum héraðsins, um
það leyti sem kennsla byrjaði. Ein af fyrstu ráðstöfunum brezka setu-
liðsins hér á Akranesi var sú að leggja undir sig skólahúsin. Féll
því kennsla niður í maímánuði, en barnakennararnir fengu lögreglu-
þjónabúninga og gegndu eftirlitsstarfi út maímánuð. Setuliðið hvarf
ekki úr barnaskólanum fyrr en i byrjun október, og voru húsin þá að
ýmsu leyti illa útleikin, en þó einkum borð og bekkir, sem ekki
liafði farið vel um. Var viðgerð á þessu öllu ekki lokið fyrr en um
miðjan nóvembermánuð, og hófst þá kennslan. Byrjað var að reisa
leikfimishús á fyrra ári og var gert fokhellt í sumar, til þess að það
yrði hæfilegt geymsluhús handa setuliðinu. Lengra er það enn ekki
komið. Ljósmóðirin á Akranesi lítur eftir og athugar óþrifakvilla í
barnaskólanum. Lýsisgjöf fer fram i skólanum allan veturinn.
Borgarfj. Skólamál héraðsins eru enn í sama ófremdarástandinu
og áður, farkennsla í öllum hreppum og kennari sjaldan fleiri ár en
eitt á hverjum stað.
Borgarncs. Skólahald gengur skár í sveitinni, síðan mörg sæmileg
hús voru reist í stað torfbæja. Má venjulega koma þessum fáu börn-
um fyrir í einhverju myndarlegu heimili í hreppnum, en annars mun
vera ætlunin að byggja heimavistarskóla fyrir 2—3 hreppa sameinaða
á heitum stöðum, þegar ófriðnum léttir og byggingarefni fæsl.
Stgkkisliólms. Kennslustaðir eru þeir sömu og áður, og engar endur-
bætur hafa verið gerðar á þeim lil batnaðar. Kennarar fara og koma
eins og' áður. Á þeim mannaskiptum er ekkert lát.
Flateyjar. Alls staðar er farkennsla, nema í Flatey.
Bíldudals. Ástand skólastaða og allur aðbúnaður sami og áður.
Fylgzt varmeð líðan og framförum barnanna i samráði við kennarana.
Flateyrar. Skólahúsin eru eins og áður misjöfn. Skólinn á Suður-
eyri er orðinn of litill og skólahúsunum inni í Önundarfirðinum illa
við haldið.
Ögur. 4 fastir skólar í héraðinu. Þar af aðeins 1 byggður og útbúinn
sem skólahús, hitt eru samkomuhús eða herbergi i íbúðarhúsum. Er
þetta fyrirkomulag slæmt, þótt viðunandi sé talið eftir ástæðum. Hús-
næði heimavistarinnar í Reykjanesi hefir verið heldur af skornum
skammti, en nú er verið að byggja nýtt heimavistarhús fyrir 40—50
nemendur. Reykjarfjarðarhreppur og Nauteyrarhreppur reka heima-
1G