Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Page 126
124
Skipaskaga. Börnin venjast of niiklu sjálfræði og eftirlitið ekki
svo gott sem vera þyrfti. Eru oft úti fram eftir öllum kvöldum, og
framkoma þeirra ber vott uin agaleysi. í sambandi við það er senni-
lega sú sorglega staðreynd, að stúlkur þær, sem flykktust að brezka
setuliðinu hér á staðnum, voru ekki síður yngri, 12—14 ára, en eldri.
Ögur. í dreifbýlinu virðist lítið þurfa að hafa fyrir uppeldi barn-
anna. Þau byrja snemma að starfa. Við erfiði er börnum hlíft, unz
þau hafa þroska. Þó munu stúlkubörn, hin elztu, á barnmörgum
lieimilum snenima fá fullmikið að starfa.
Iiei/kjnrfj. Barnauppeldi víða ábóta vant. Börn agalitil og frek og orð-
bragð ömurlegt.
Hólmavíkur. Mjög ábóta vant hér, börnum sjaldan bannað neitt,
orðbragð slæmt, algengt, að börn innan við ferminu séu eftirlitslaust
á dansleikjum langt fram á nætur.
Akureyrar. Nokkur vandræðaheimili eru hér i bænum, og gefur
það barnaverndarnefnd og héraðslækni töluvert að starfa með tillliti
il barnauppeldisins.
Höfðahverfis. Mun í sæmilegu lagi.
Hróarstungu. Má víst telja viðunandi víðast hvar.
Seyðisfj. Barnauppeldi þykir ábóta vant hér sem annars staðar.
Barnaverndarnefnd á að kallast starfandi, en lítið kveður að henni.
Vestmannaeijja. Tekur litlum framförum til verulegra bóta. Aga-
leysi er áberandi víða og orðbragð barna ljótt. Barnaverndarnefnd
vinnur að uppeldismálum vanræktra barna. Er þeiin oft komið lil
dvalar í sveit, og hafa sum þeirra haft gott al' veru sinni þar.
13. Meðferð þurfalinga.
Læknar láta jiessa getið:
Borgarnes. Þurfalingar fremur fáir, en meðferðin sæmileg. Eg tel
nauðsynlegt að koma upp elliheimilum í sveitum.
Ólafsuikur. Meðferð þurfalinga góð.
liíldiidals. Yfirleitt góð.
Ögur. ÞurfaÍingar fáir, belzt gamalt l'ólk, sein hælt er að geta unnið,
og má meðferð þess teljast sæmileg.
Miðfj. Meðferð þurfalinga góð.
Sauðárkróks. Meðferð þurfalinga góð.
Akuregrdr. Meðferð þurfalinga yfirleilt sæmileg.
Höfðahverfis. Meðferð þurfalinga góð.
Þistilfj. Meðferð þurfalinga góð.
Hróarstungu. Sæmileg.
Vestmannaeyja. Lílct og verið hefir. Framfærslunefnd hefir víst
lítið hækkað framfærslustyrk fram að þessu, en slíkt virðist þó óum-
flýjanlegt vegna hækkunar á öllum nauðsynjum.
Keflavikur. Meðferð þurfalinga góð.
14. Ferðalög héraðslækna og læknisaðgerðir í heimahúsum.
Læknar láta þessa getið:
Borgarnes. Oft er þreytandi að bíða dægrum saman á afskekktum