Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Qupperneq 129
127
Svarfdæln. Félagatala í Svarfdælasveit S. í. hækkaði um 22. Sjó-
mannadagsfagnaður gaf nokkurn ágóða, sem skipt var á miili nokk-
urra elztu sjómanna í þorpinu í viðurkenningarskyni. Félagið sér
um, að sundvesti séu á boðstólum, og hér á Dalvík á hver sjómaður
sundvesti.
Höfðahverfis. Hér er starfandi slysavarnardeild. Hefir hún komið
því til leiðar, að langir stjakar og björgunarhringir með iínu eru
komnir hingað á bryggjurnar. Sömuleiðis hefir hún forgöngu um
að safna fé til byggingar sundlaugar, sem í ráði er að koma upp
hér skammt frá. Er það volg uppspretta, sem nota á.
Bcrufj. Stofnuð hér á árinu deild úr Slysavarnarfélagi fslands.
Hornafj. Slysavarnarsveitir eru 2 í héraðinu, á Höfn og í Suður-
sveit. Er heldur dauft yfir þeim.
Vestmannaeyja. Slysavarnardeildin Eykyndill og' Björgunarfélag
Vestmannaeyja starfa á sama grundvelli og áður.
16. Tannlækningar.
Læknar láta þessa getið:
Borgarnes. Ég held, að skynsamlegt væri að láta útbúa pésa um
það, hvernig fólk skuli haga líferni sínu með tilliti til tannanna og
senda bæklinginn inn á öll barnaheimili.
Bildudals. Síðastliðið ár fékk ég' hingað tannsmið, sem dvaldi hér
riimar 2 vikur. Hafði ég undirbúið þetta í tæka tíð og hreinsað tals-
\ert marga munna. Smíðaði tannsmiðurinn 16 munna eða tannsam-
stæður í fólk hér í héraðinu, og' var'ð þetta til mikilla þæginda og
sparnaðar fyrir þá, er á þurftu að halda. Tannsmiðurinn hafði og
góðar tekjur af þessu, svo að báðir aðilar voru ánægðir. Betra væri
þó, að tannlæknar gætu ferðazt um og g'ert við tannslcemmdir, áður
en í óefni er komið.
Ögur. Fáir láta gera við tennur sínar hér. Flestir kjósa heldur
að losna alveg við skemmda tönn, því að þeim vex í augum kostn-
aður og dvöl á ísafirði. Þó mun víða verri aðstaða til að finna tann-
lækni en i þessu héraði. Tannlæknir var i vetur fenginn tit að gera
við tennur barnaskólabarna í Reykjanesi.
Akuregrar. 2 tannlæknar eru hér í bænum, en annar þeirra að
jnestu eða öllu leyti hættur störfum sökum elli, enda mun hæfilegt
að gera hér fyrir einn tannlækni.
Seyðisfj. Tilfinnanleg vöntun er á tannlækni fyrir Austurland.
Oftast hefir tannlæknir úr Reykjavík dvatið hér mánaðartíma að
sumrinu og stundað tannviðgerðir og þó aðallega tannsmíðar, en
engan veginn er það fullnægjandi. Siðast liðið sumar kom samt eng-
inn tannlæknir hingað. Vonandi verður þess ekki langt að bíða, að
tannlæknir sjái sér fært að setjast að hér eystra.
Siðu. Hefi gert mikið að því að kítta í holar tennur með Harward-
kítti. Reynist það vel, og' má mikið vernda tennur í börnum og ungl-
ingum með því, ef gert er að í tíma og svo leitað að byrjandi skemrad-
um 1—2svar á ári.