Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Síða 131
129
að telja allar tíðagerðir messur, sem frani fara nokkurn veginn eftir
helgisiðum kirkj unnar.1)
Þistiljj. Umgengni um hús þessi góð.
Seyðisfí. Ekkert samkomuhús í sjálfum bænum, en lengi hefir staðið
til, að það vrði byggt. Flestar samkomur fara fram í sölum barna-
skólans — leikfimis- og bæjarstjórnarsal — sem að vísu eru rúin-
góðir og vistlegir, en elvki ætlaðir lil þess. Kvikmyndahús eitt gamalt
er starfrækt. Á Ves.tdalseyri tiltölulega nýtt og sæmilegt samkomu-
hús, en vegna þess, hve það er út úr, er það lítið notað. Brezka setu-
líðið lagði það auðvitað undir sig.
Vestmannaeyja. Umgengni samkomuhúsa stórbatnað síðari árin,
síðan samkomuhúsið var reist. Kirkju og kirkjugarði vel við haldið.
Keflavikur. Samkomuhús sæmileg í öllum hreppum.
18. Veggjalýs og húsaskítir. Rottur og mýs.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Veggjalúsa eða húsaskíta ekki orðið vart, svo að kunn-
ugt sé. Rottur ekki verið í héraðinu, því að tekizt hefir að drepa þær,
hafi þær komið á land. Á þessu ári hafa þær þó borizt inn í héraðið,
sennilega með bílflutningi, á innsta bæinn í héraðinu, Litla Botn, og'
hefir þeim ekki verið útrýmt.
Borgarncs. Naumast til hér um slóðir nema töluvert af miisum.
Ólafsvikur. Veggjalýs og húsaskítir eru ekki til í héraðinu.
Flateyjar. Veggjalýs og húsaskítir eru hér ekki.
Bíldudals. Rottufargan er mikið hér um slóðir, en lílið eða ekkert
gert til þess að bæta úr því.
Þingeyrar. Veggjalús er nú komin á flest heimili í Mýrahreppi. Eigi
hefir hennar orðið vart í Þingeyrarhreppi. Gegnir það furðu, því sam-
göngur eru eðlilega miklar, og fjöldi fólks úr Mýrahreppi gistir í
kauptúninu eða kemur þangað til dvalar. Þegar þetta er skrifað, er
hafin herferð gegn þessari plágu. Starfar að því sérfræðingur, og er
tilætlunin að útrýma henni úr hreppnum. Vonandi verður því hæg't
að segja betri fréttir í næstu ársskýrslu.
Hóls. Rottur eru víða í húsum þorpsbúa. Ekki hefir verið getið um
húsaskíti á þessu ári.
Ögur. Frétti á árinu í fyrsta sinn um veggjalús í Súðavík. Gerði þá
þegar athugun á fleiri húsum í Álftafirði, og kom upp úr kafinu, að
veggjalús var þar að minnsta kosti í 4 húsum og hefir verið lengi.
Stóð til að reyna að úrýma lúsinni þá þegar, en þegar lil kom, var
ckkert eyðingarefni til í landinu. Húsasldti hefi ég ekki orðið var við
í héraðinu.
Regkjarfí. Húsaskítir eru á Eyri og í Djúpuvík, mýs um alla sveit-
ina og rottur á verzlunarstöðunum.
Akureyrar. Veggjalús og húsaskítir eru hér tiltölulega fátíðir, en
aftur á inóti ber talsvert mikið á rottugangi þrátt fyrir allar eitranir,
enda sorpílát bæjarins svo illa varin og léleg, að alls staðar þar er
1) Tillögu þessari hefir verið beint til biskups.
17