Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Blaðsíða 133
131
skipti nefndarinnar óþörf, Er orðið mjög aðkallandi að fá fráræslu
irá húsum kauptúnsins.
Ólnfsjj. Lítið starf liggur eftir heilbrigðisnefndina. Séð var um
hreinsun kauptúnsins í vor og fjóshaugar gerðir útlægir.
Svarfdæla. Ni'i að verða föst venja, að heilbrigðisnefndin á Dalvik
láti hreinsa í burtu mesta og versta ruslið við hús og götur einu sinni
á ári. Héraðslæknir á erfitt með að fylgjast að gagni með störfum heil-
brigðisnefndarinnar i Hrísey, og á Litla-Arskógssandi er engin heil-
brigðisnefnd, þó að gömul samþykkt nmni vera þar í gildi.
Akureyrar. Störf heilbrigðisnefndar að sjálfsögðu lent mest á hér-
aðslækni og heilbrigðisfulltrúanum. Héraðslæknir hel’ir á árinu at-
hugað öll iðnfyrirtæki, kjötbúðir, matvöruverzlanir og mjólkursölur
að minnsta kosti einu sinni á árinu, en mörg þessara fyrirtækja oftar
og ævinlega þegar einhverjar kvartanir hafa borizt frá fólki því, sem
vinnur á þessum stöðum eða einhverjum öðrum. Reynt hefir verið
eftir föngum að bæta úr því, sem ábóta vant hefir verið, en oft verið
við ramman reip að draga, hæði vegna þess að ekki hefir verið hægt
að fá þær vélar eða annað, sem til hefir þurft, svo og vegna kostnað-
arins, sem þessar umbætur venjulega hafa haft í för með sér.
Höfðahverfis. Heilbrigðisnefnd er hér, en hefir lítið starfað.
Seyðisfj. Störf heilbrigðisnefndar þykja ekki mikil. Reynir hún þó
eftiri getu að hafa eftirlit með þrifnaði, fer á voru hverju um bæinn
og gerir athugasemdir við það, sem henni þykir ábóta vant, og leggur
fyrir lagfæringar á því.
Vestmannaeyja. Störf nefndarinnar meira og minna í molum á
árinu. Götuhreinsari var gerður að heilbrigðisfulltrúa, og hefir for-
maður nefndarinnar ekki getað fengið þessari ráðstöfun bæjarstjórn-
ar breytt. Bæjarstjórn hefir oft að engu tillögur nefndarinnar
20. Bólusetningar.
Tafla XX.
Skýrslur og reikningar yfir bólusetningar hafa að eins borizt úr
rúmlega helmingi héraðanna (27), og féllu bólusetningar víða niður
meðfram fyrir það, að útvegun bóluefnis tafðist nokkuð vegna her-
námsins. Ná skýrslurnar lil 1510 frumbólusettra og 2119 endurbólu-
settra. Kom bólan út á (5C>% liinna frumbólusettu og 76^ hinna endur-
bólusettu.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Almenn bólusetning fór ekki fram í héraðinu í ár á öðrum en
fermingarbörnum. Ástæðan fyrst og fremst húsnæðisleysi og svo
einnig það, að ekki var til nýtt danskt bóluefni, en mér var hálfilla
við að nota annað bóluefni, óreynt hér, til múgbólusetningar smá-
barna. Nú í haust hefi ég þó notað hið franslca bóluefni til endurbólu-
setninga og fundizt það mjög svipað að verkun og hið danska.
Skipaskaga. Bóluefnið kom ekki fyrr en á síðastliðnu hausti, og
varð ekki af frumbólusetningu á Akranesi, vegna þess að húsrúm
tekkst ekki. Bólusett hefir verið í barnaksólanum, en nú var kennsla
að byrja, þegar að lokinni viðgerð. Var endurbólusetning framkvæmd,