Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Blaðsíða 136
134
lcg drukknunareinkenni. Vínlykt af heila oí; magainnihaldi benti til, afi
niaðurinn hefði verið ölvaður.
3. 8. apríl. Þ. B-son, 80 ára. Hafði öðru hverju fengið grátköst með stöðuj;um
sjálfsásökunum. Fannst um nótt í baðkeri, hálffylltu af vatni með teppi vafið
um höfuðið, sem var niðri í vatninu, en maðurinn á grúfu. Alyktun: Köfn-
unardauði, en engin drukknunareinkenni. Blæðingar framan á hálsi hentu til,
að hinn látni hefði orðið fyrir einhverjum áverka. Auk þess fannst adenocar-
einoma gl. thyreoideae accessoriae.
4. 16. maí. Þ. V-son, 56 ára. Fannst bráðkvaddur inni í salerni. Alyktun: I hjart-
anu fannst iokugalli (mikil kölkun í aortnlokum) og mikil hypertrophia
ventriculi sinistri (hjartað vó 550 g), sýnilega vegna aukins erfiðis við
að dæla i gegnum þrcngslin. Areynsla við liægðir hefir sennilega nægt til
að ofreyua hjartað, svo að ]>að hefir gefizt skyndilega upp. Auk ]»css hafði
liinn látni bronchitis og hafði verið ölvaður.
5. 19. maí. M. Þ-dóttir, 76 ára. Fannst örend í fjöru. Alyktun: Drukknun.
6. 23. maí. G. S. K-dóttir, 26 ára. Heilbrigð kona veiktist snögglega, um leið og
hún kom í heimsókn í hús í Bvík. Fékk skyndilega höfðverk og hneig niður.
I)ó 3 stundarf jórðungum seinna. Ályktun: Mikil blæðing fannst á milli heila-
himnanna, en ekkert í heilavefnum sjálfum, makróskópiskt. Hvergi finnanleg
aneurysma. Mikróskópiskt fannst engin bólga, en á allstórum svæðum í cortex
var vefurinn netkenndur, og í cinni miðlungsslagæð sást engin media á parti,
heldur aðeins intima og adventitia.
7. 10. júní. S. J-son, 22 ára. Fannst dauður af skotsári heima hjá sér. Alyktun:
Skot, sem gengið hafði inn í gegn um ennið og út um hnakkann, þar sem kúlan
fannst. Suicidium.
8. 20. júni. L. M. K-son, 69 ára. Líkið fannst á reki úti í höfn. Alyktun:
Drukknun.
9. 15. október. H. L-son, 30 ára. Andaðist, án þess að upplýst væri úr hverju.
Álvktun: Mikil berklaveiki í nýrum. Vinstra nýra alveg eyðilagt og liægra
að mjög miklu leyti. Uraemia. Auk þess fannst spondylitis tuberculosa í
hrygg, ysting á parti i corp. vertebr. tlioracal. VIII.
10. 22. október. IL V. S-son, 22 ára. Kom heiin lil sín að kvöldi heilbrigður og
að því er virtist allsgáður. Þegar móðir hans hélt, að liann væri farinn að
hátta, heyrði hún skothvell í forstofunni og fann hann liggjandi þar í hlóði
sínu með litinn riffil í hendinni. Aljktun: Skot í gegn um vinstra afturhólf
hjartans, sem tætti í sundur afturvegg þess, þaðan í gegn um þind og í efra pól
miltans og svo út um lirygginn. Suicidium.
11. 18. nóvember. H. B-son, 61 árs. Fannst örendur í vinnustofu sinni. Ályktun:
Mikil brennsluvínandalykt af öllum líffærum henti til, að hinn látni hefði
verið mjög drukkinn. Enn fremur fannst svæsin tracheobronchitis, stafandi
íf pneumokokkum.
Að öðru leyti láta læknar þessa getið:
Rvík. Allmörg vottorð og álit voru látin í té samkvæmt munnlegri
eða skriflegri ósk lögreg'lunnar í ýmsum málum. Sakadómara voru
gefnar 7 álitsgerðir og hæstarétti 1. Krufningar samkvæmt kröfu
héraðslæknis og sakadómara voru eins og áður framkvæmdar á Rann-
sóknarstofu Háskólans. Voru þær 13 að tölu, en líkskoðanir héraðs-
iæknis 15.
Skipaskaga. A árinu kom upp mál út af siðferðisbrotum gagnvart
stúlkubörnum. Voru 2 menn kærðir fyrir slíkt, og var annar þeirra
yfir áttrætt. Báðir munu hafa játað á sig sök. Út af þessu lét lög-
reglustjóri skoða nokkur stúlkubörn til sannindamerkis um verkn-
aðinn.
22. Sótthreinsanir samkvæmt lögum.
Tafla XXI.
Samkvæmt sótthreinsunarreikningum, sem borizt hafa landlæknis-
skrifstofunni, hefir sótthreinsun heimila farið 155 sinnum frarn á