Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Page 137
135
árinu á öllu landinu, og er tíðasta tilefnið berklaveiki (59%), þá
skarlatssótt (23%), en önnur tilefni fág'æt.
23. Framfarir til almenningsþrifa.
Læknar láta þessa getið:
Borgctrnes. A árinu gerðust hér þau tíðindi, að samkomulag varð
um það milli setuliðsins og hreppsnefndar Borgarness að leggja
vatnsleiðslu til þorpsins og taka vatnið vir stórum læk í Hafnarfjalli
hér á móti. Fyrirsfaða og þró var steypt, pípur lagðar í djúpa skurði
niður að sjó, og skurðir voru líka grafnir um þorpið og pípur lagðar
í þá. Enn fremur var stór vatnsgeymir gerður á einni hæðinni; píp-
urnar í fjörðinn eru enn ókomnar, en von á þeim. Hyggja menn mjög
gott til að fá þetta nýja vatn, því að vatnsskortur er hér mikill og
vatnið slæmt. Eftir samningi leggur Bretinn til allt efni, þar á meðal
pipur, en hreppurinn vinnuna.
Bildudals. 3 góðir dekkbátar keyptir hingað, 15, 19 og 30 smá-
lestir, og hefir þeim verið haldið út á fiskveiðar héðan. Auk þess
hafa 3 trillubátar bætzt við. Frystihúsið hér stækkað, bvggt nýtt
vélahús og bætt við nýrri vélasamstæðu.
Blöndnós. Framfarir til almenningsþrifa hafa verið nauðalitlar.
Sauðárkróks. Kaupfélag Skagfirðinga kom upp hraðfrystihúsi til
frystingar á fiski. f ráði er að setja á stofn annað hraðfrystihiis á
Sauðárkróki.
Ólafsfi. Gerð ný söiubiið í hiisi Kaupfélags Eyfirðinga í samræini
við kröfur tímans. Vörur seldar sarna verði og í aðalbiið félagsins á
Akureyri. Byrjað var á byggingu tveggja hraðfrystihiisa hér í kaiip-
tiininu. Annað eign Kaupfélag's Eyfirðinga, hitt eig'a útgerðarmenn hér.
Svarfdæla. Má einkum telja hafnargerðina á Dalvík, sem nii er það
langt komin, að til bóta er við lendingu og athafnir við bryggju. Þá
má og nefna hraðfrystihús, sem KEA hefur látið gera á Dalvík og í
Hrisey.
Höfðahverfis. Síðastliðið ár hafa hingað verið fluttar matvörur frá
KEA og' þær afhentar hér. Eru að þessu mikil þægindi.
Öxarfi. Byggð mikil síldarverksmiðja á Raufarhöfn, mélhús, tveir
lýsisgeymar, síldarþrær og löndunartæki, einnig unnið þar að hafnar-
bótum.
Þistilfi. Eins og ég hefi oft minnzt á, er bót á neyzluvatnsþörf hér
nijög aðkallandi. Landslag veldur því, að mjög er erfitt um fráræslu
hér niðri í kauptúninu, enda verður fljótl blautt og leiðinlegt umhorfs
kringum lnisin hér niðri á tanganum. Uppi á holtinu væri í lófa lagið
að gera þrifalegt og skemmtilegt hverfi. Þar vantar gatnagerð og reglu
á niðurskipan húsa og svo vatns- og skólpleiðslu.
Vestmannaeijja. Olíusamlag, lifrarsamlag og netagerð starfa hér
og bæta á ýmsan hátt hag útgerðarinnar. Hraðfrystistöð Einars
Sigurðssonar kaupmanns veitir fjölda manns atvinnu, síðan hún tók
til starfa í febrúar.