Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Blaðsíða 138
136
24. Hernám ojí sambúð við erlent setulið.
Þegar í upphafi tókst góð samvinna milli íslenzkra heiibrigðis-
yfirvalda og yfirstjórnar heilbrigðismála brezka setuliðsins. Af ís-
lendinga hálfu var lögð rik áherzla á, að útlendingarnir tækju ekki
til sinna nota sjúkrahús eða aðrar heilbrigðisstofnanir landsmanna
og sízt í samkrulli við hina íslenzku lækna, heldur störfuðu hvorir
tveggja algerlega óháðir hvorir öðrum. Var því heitið í móti, að
íslenzkir læknar tækju því vel, ef setuliðinu lægi á að visa sjúklingi
og' sjúklingi í íslenzk sjúkrahús fyrir það, að þar væri völ fullkomn-
ari rannsóknartækja eða sérkunnáttu, sein ekki væri fyrir hendi
rneðal lækna setuliðsins. Þá var og talið sjálfsagt, að íslenzkir læknar
liðsinntu erlendum hermönnum, sem leituðu þeirra á stöðum, þar sein
setuliðið hefði ekki sérstaka herlækna. Má telja, að þessi sáttmáli
hafi verið brigðalaust haldinn og' g'efizt vel. Að vísu var eitt sjúkra-
hús, holdsveikraspítalinn í Laugarnesi, hernumið og tekið að öllu
leyti í þarfir setuliðsins. En þar var, sem kunnugt er, í mjög' miklum
húsakynnum fátt eitt sjúklinga, sem ekki var unnt að telja ókleift
að koma fyrir annars staðar til bráðabirgða. Hins vegar hefir spítal-
anum verið lengur haldið fyrir landsmönnum en ástæða þótti til að
gera ráð fyrir í upphafi, og hefir engu verið hægt um að þoka í því
efni, þó að iðulega hafi verið eftir leitað.
Eftir að landið var hernumið, hafa sóttvarnir þess gegn útlðndum
skipzt á 2 sjálfstæða aðila. íslenzkir Iæknar hafa sinnt að landslög-
um sóttvarnareftirliti með aðkomuskipum, er skipti hafa átt við
landsmenn sjálfa, en hinir erlendu læknar hins vegar annazt sam-
kvæmt sínuin reglum sóttvarnareftirlit með skipum, er hingað hafa
komið í erindum setuliðsins. Verður þar hvor að treysta öðrum. ís-
lenzk heilbrig'ðisyfirvöld hafa að vísu viljað skerpa þetta eftirlit,
einkanlega með tilliti til kynsjúkdómahættu af farmönnum, sem hér
fá landgönguleyfi, en það hefir strandað á því, að samsvarandi ráð-
stafanir fengjust upp teknar af hinum erlendu heilbrigðisyfirvöldum,
sem telja löggjöf sína ekki Ievfa jafnnærgöngular aðgerðir í þessum
efnum og íslenzk lög heimila. Að öðru leyti hefir tekizt vel til um
alla samvinnu uin sóttvarnir innan Iands. Þannig skiptast hin inn-
lendu og erlendu heilbrigðisyfirvöld á skýrslum um næmar sóttir,
og báðir aðilar telja sér skylt að aðstoða og leiðbeina hvor öðrum
um allt, er verða má til aukinnar tryg'gingar gegn útbreiðslu hvers
konar farsótta og' annarra næmra sjúkdóma, þar á meðal kynsjúk-
dóma. Rétt er að geta þess, að Heilbrigðisskýrslur taka ekki til sjúk-
dóma ineðal setuliðsins.
Um sambúðina má annars margt segja, er miður hefir farið, og er
viðkvæmast, hver siðferðileg ofraun hún hefir orðið íslenzku kven-
fólki og þar á meðal barnungum stúlkum, seiu vissulega áttu kröfu
á meiri vernd gegn þeirri augljósu hættu en þeim hefir verið Játin í
té. Má þjóðin þar engu um kenna nema sjálfri sér, því að sannarlega
hittir héraðslæknirinn í Reykjavík naglann á höfuðið, er hann af-
sakar fyrir hönd heilbrigðisnefndar sinnar meiri og minni tilslakanir
frá réttmætum heilbrigðiskröfum um viðhlítandi húsakynni, er