Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Side 201
LANDLÆKNIRINN
Reykjavík, 11. júlí 1941.
I.
Um saurlifnað i Reykjavik og stúlkubörn á glapstigum.
Vcr höfuni til skamms tíma stært oss af því, Islendingar, að
hér á landi mætti heita, að enginn saurlifnaður vær.i stundaður í
atvinnuskyni (prostitution).
Þessu mun nú því miður ekki vera lengur að heilsa. Mun hvort
ive8’Sja hafa átt sér stað, að dvöl hins fjölmenna erlenda setuliðs
í höfuðstaðnum hati leitt í ljós, hvernig ástandið var orðið að þessu
leyti, og' valdið því, að stórum hefir aukizt á ósómann. Athiig-
anir þær, sem lögreglan í Reykjavík hefir látið framkvæma og ég
átt kost á að kynna mér að nokkru, hafa flelt ofan af svo geigvæn-
legum staðreyndum um jæssi mál, að ekki má kyrrt vera. Er það
sök fyrir sig, að hér er nú vitað um kvenfólk í tuga tali á allra
lægsta þrepi skækjulifnaðar, svo og það, að ótrúlegur fjöldi annarra
fullorðinna kvenna í ýmsum stéttum virðist lifa svo menningarlausu
léttúðarlífi, að furðu gegnir. Hitt er viðhjóðslegast, ef niðurstöður
lögreglunnar uin það eru á rökum reistar, að ólifnaður stúlkubarna
á aldrinum 12—16 ára og jafnvel yngri sé svo almennur orðinn og
breiðist svo ört út, að elckert heimili frá hinum aumustu til hinna
hezt settu geti talið sig öruggt öllu lengur.
Nú er mér Ijóst, og hefi ég fyrir því ýmis gögn, að á „friðartímum“
er samband karla og kvenna mjög almennt miklu lausara, en „góðir
horgarar“ láta sér skiljast. Hernámið leiðir því vafalaust marga
lausung í Ijós, sem áður var til, en aðeins þetur dulin. Og vissulega
segir ástandið ekkert nema sannleikann um j>að, hve veikt íslenzkt
kvenfólk gr á svellinu, þegar á reynir. Mér er og fullljóst, að flestar
ráðstafanir til að hnekkja sambandi karla og kvenna, sem eru sjálf-
um sér ráðandi, eru unnar fyrir gýg og leiða í hæsta lagi til ])ess,
að fremur séu farnar krókaleiðir að því marki, sem annars er stefnt
að eftir beinni leiðum. Ég vænti mér því ekki mikils af þeim aðgerð-
um, sem beint væri að því að bæta lifnað hins fullorðna fólks, með
því að hér virðist ekki vera það almenningsálit fyrir hendi, sem
nokkurs megi vænta af í þessum efnum. Eg tel þó sjálfsagt, að lög-
reglunni sé gert kleift að nota heimildir þær, sem fyrir eru í lögum
uin ihlutun um framferði þeirra kvenna, sem hafa beinlínis skækju-
lifnað að atvinnu. Þætti mér ráðlegast, að lögreglan safnaði saman
þcim tugum þess háttar vændiskvenna, sem lienni er kunnugt um,