Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Síða 203
201
3) Þau stálkiibörn 12—16 ára, sem eftir verða, séu höfð undir
nákvæmu eftirliti lögreglunnar og barnaverndarnefndar og jafnóðum
flutt í burtu, ef át af ber með þau þrátt fyrir eftirlitið. Ef gert er rá'ð
fyrix-, að 200 stúlkur verði fluttar úr bænuiu, ættu um 1000 að verða
eftir. Hugsa ég mér eftirlitinu hagað þannig, að ráðnir yrðu til þess
nægilega margar vel hæfar stúlkur (kennslukonur, hjúkrunarkonur,
skátastúlkur o. s. frv.) undir sameiginlegri yfirstjórn, og hefði hver
þeirra sífeht eftirlit nxeð hæfilegum fjölda stúlkubarna. Ef hver eftir-
litsstúlka hefði 20—25 stiilkubörn í sinni umsjá, þyrftu þær sain-
kvæmt framansög'ðu að vera 40—50. Þessar eftirlitsstiilkur ættu eng'-
um öðrum störfum að sinna. Eg vil og geta jxess, að ég hugsa mér
þetta alls ekki sem venjulegt lögreglueftirlit, heldur reyni hver eftir-
litsstúlka að kynnast sem allra bezt skjólstæðinguin sínum, ná trxin-
aði þeirra, gerast heimilisvinur þeirra og félagi, leitast við að vekja
áhuga þeirra á hollum viðfangsefnum, ba>ði náini og störfum, iþrótt-
um og' siðlegum skemmtunum, sem hiin tæki sjálf þátt i, og mætti
hafa um þetta sainvinnu milli fleiri eða færri lxópa.
Ég hefi talið mér skylt að vekja athvgli ráðuneytisins á þessu máli,
með því að ég sé ekki, að ríkisstjórninni sæmi að láta það ekki til
sín taka. Teldi ég við eiga, að hún beindi því til bæjarstjórnarinnar
í Reyltjavík og héti henni stuðningi sinum um sem allra róttækasta
lausn þess.
Eg hefi ekki í þessu sambandi rætt um ástandið í öðrum bæjum
og þorpum hér á landi, þar sem setulið hefir hækistöðvar, með því að
mér er það ekki kunnugt. Sennilega er allt viðráðanlegra, þar sem
fámennið er meira. En víst væri ástæða lil að henda lilutaðeigandi
vfirvöldum á að gefa þessu máli nákvæman gaum.
Ég vil loks taka frain, að nú, er nýtt herlið flyzt inn í landið, er
sérsök ástæða til að bregða skjótt við og leitast við að koma á nýjum
siðum í þessu eíni. Annars má búast við, að enn versni stórum frá þvi,
sem nú er, og liggja til þess ýmis rök, þó að ég reki þau ekki hér.
Vilm. Jónsson.
Til dómsmálaráðuneytisins, —
Reykjavík.
II.
ÉANDLÆKNIRINN
Reykjavík, 29. septexnber 1941.
lJni hin siðferðilegu vandamál í sambandi við dvöl hins erlenda
setuliðs hér á landi. Hugsanleg samvinna um lausn þeirra.
Eoringi einn úr brezka setuliðinu fór nýlega fram á fyrir hönd
vlirboðara sinna að fá að hafa tal af mér viðvíkjandi nokkrum atrið-
nnx liinna siðferðileg'u vandamála, er upp hafa komið í sambandi
26