Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Qupperneq 207
205
lialda fram því sjónarmiði íslending'a, að einmitt í hinni vinsam-
legustu sambúð við hinn erlenda her sé fólgin aukin hætta fyrst og
fremst siðferði kvenþjóðarinnar og þar með þjóðerni voru, sem þvi
er nátengt. í samtalinu leyfði ég mér að ympra á hinni mjög rómuðu
samheldni Norðmanna geg'n kúgun hins þýzka innrásarhers og hversu
mjög sú samheldni mundi styrkja þjóðernisþrótt þeirra, að saina
skapi sem vér úrkynjuðumst og siðspilltumst í „meðlætinu". Eg fékk
að heyra, að afstaða norsku kvenþjóðarinnar til þýzku hermannanna
mundi allt fyrir það eng'an veginn grómlaus, sem gefið hefir mér
tilefni til hugleiðinga um, hve hált mundi þá vera undir fótum
íslenzkra kynsystra þeirra, eins og allt er hér í pottinn húið. Ég vakti
máls á því, að svo mjög og einlæglega sem vér íslendingar flestir
óskuðum Bretum sig'urs í styrjöldinni, mætti oss ekki gleymast sú
hætta, sem ylir þjóðerni voru vofði í sambandi við ráðstafanir þeirra,
er niður á oss kæmu, til að tryggja sér sigurinn. Ef vér ættum að
geta fagnað sigri Breta og málstaðar þeirra yfir Þjóðverjum og þeirra
málstað, VTðum vér að vera til sem þjóð, þegar sá sigur væri unninn.
Vér mættum ekki vera svo ginnkeyptir fyrir vörn landsins af þeirra
hálfu, er hana hafa telvið að sér, að vér gyldum hana með tilveru vorri
sem serstæð þjóð. Vér yrðum að lifa vörnina af. Eg ætla, að ærin
ástæða sé til að gera stjórnum hvors tveggja setuliðsins sem allra bezt
skiljanlegt, nð vér höfum fjarri því allt að vinna við þær ráðstafanir,
sem gerðar hafa verið, að oss dyljist ekki í hverjum lífsháska islenzkt
þjóðerni sé nú statt, og að vér mundurn af tvennu illu miklu fremúr
kjósa hina ómildustu kúgun sem sérstök þjóð en eiga að sæta því
hlutskipti að afmást úr tölu þjóðanna i allri vinsemd. Siðferðisafglöp
íslenzkra kvenna er hér að sjúlfsögðu aðeins einn þáttur hins geig-
vænlega liáska, sem að oss steðjar. Alls herjar andvaralevsi að ýmsu
leyti frumstæðrar þjóðar á veraldarvísu er óumflýjanleg afleiðing
hinna óeðlilegu atvinnuskilyrða og hins mikla peningaflóðs, sem veitt
er yfir landið og full ástæða er til að ætla, að reynist sjónhverfing
ein. Gervallir atvinnuhættir þjóðarinnar raskast og umbyltast. Hinir
eðlilegu atvinnuvegir hennar vanrækjast. Fyrr en varir stöndum vér
langsennilegast í þeim sporum, að yfir þjóðinni vofir hallæri og
hungur, ef hér hættir að dveljast tugþúsunda erlendur her, er hún
fái þjónað undir, en slíkt ástand til nokkurrar frambúðar er aftur
vís voði þjóðerni voru og öllu þvi, sem gefur oss sjálfstæðan tilveru-
rétt. Mundi ekki með miklum rökum mega telja ískygg'ilegar líkur
til þess, að vér eiguin hér einmitt öllu að tapa, en ekkert að vinna?
8. Ég hefi áslæðu til að ætla, að það hindri mjög fullan skilning
á högum vorum og' hver háski óss er húinn, eins og ú stendur, að
brezka setuliðsstjórnin geri sér engan veginn ljósa smæð vora. Og
enn síður mun það verða á færi Bandarikjamanna. Tölur, sem eru
gífurlegar á vorn mælikvarða, eru naumast sýnilegar mönnum millj-
ónaþjóðanna. Talsmaður 'brezku setuliðsstjórnarinnar fræddi mig
þannig á því, að þegar jnundu tilkomin um 70 — sjötíu — börn
brezlcra setuliðsmanna með íslenzkum konum. Ég reng'di töluna,
hugði mig hafa misheyrt eða misskilið og innti eftir, hvort hann liefði
ekki sagl 17, og þótti ærið. En 70 hafði hnnn sagt, það var svi taln,