Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1941, Qupperneq 110
108
Reykdæla. I'atnaður hér líkt og gengur og gerist annars staðar á
iandinu, yfirleitt sæmilega hagkvæmur og þokkalegur, ])ó að stundum
megi sjá allkynlega samsetningu í klæðaburði kvenna á ferðalögum
og mannfundum, pokabuxur, silkisokka og hælaháa skó. Mataræði
sennilega með betra móti vegna góðrar al'komu og yfirleilt allgott.
Vopnafj. Engar verulegar hreytingar munu hafa á orðið urn klæðnað
eða skófatnað. Helzt mun þar til að telja það, að menn kaupa nú
vaðmál og band meira en áður í stað þess að senda idl til vinnslu.
Gúmskófatnaður þokar fyrir leðurskóm með gúmbotnum. Mataraíði
svipað og verið hefur. Til afturfarar má það telja, að sveitafólk á
óhægara með að ná sér í fiskmeti, síðan farið var að selja fiskinn beint
í skip. Uppskera garðávaxta varð ágæt, og hafa allir haft gnægð garð-
matar og auk þess allmikið selt út úr héraðinu.
Seyðisfj. Vegna bættrar fjárhagsafkomu gengur fólk betur klætt
en áður. Matargerð mun þó sízt vera hollari, þar sem mikill skortur
er bæði á mjólk og eggjum vegna eftirspurnar setuliðsins á þeim
vörum, og verðið farið fram úr öllu hófi.
Fáskrúðs/j. Vinnufatnaður að mestu aðkeyptur, úr erlendu efni.
Á fæturna eru mest notaðir innlendir og erlendir gúmskór og gúm-
vaðstígvél erlend, auk þess svo nefndir „Iðunnarskór", innlend vara,
dýr og' endingarlítil. Mataræði víðast fábreytt. Grænmetisrækt mun
nokkuð hafa aukizt, einkum í kauptúnum. Síldar lítið neytt, og mun
þar mestu valda fákunnátta um tilreiðslu hennar. Kökugerð stend-
ur hér með miklum hlóma.
Siðu. Fatnaður karla er yfirleitt hlýr, prjónanærföt og sokkaplögg
úr íslenzkri ull og heimaunnið. Kvenfólk notar líka prjónapeysur
og ullarnærföt. Fullyrða má, að nú líði enginn skort, en talsvert
vantar á, að maturinn sé svo hollur, sem vera þyrfti. Veldur því
vöntun nýmetis og vankunnátta i matargerð.
6. INIjólkuiframleiðsIa og mjólkursala.
Læknar láta þessa getið:
Borgarfj. Mjólk er send til Borgarness úr öllum hreppum héraðs-
ins og unnið úr henni smjör, skyr og ostur, ágætar vörur. Dýra-
læknirinn i Borgarnesi skoðar árlega kýr og fjós á hverjum hæ.
Ögur. Mjólkurframleiðsla svipuð og áður. Fært er frá á nokkrum
heimilum í Reykjarfjarðarhreppi og yzt á Snæfjallaströnd.
Hcstegrar. Hver er sjálfum sér næstur í þessu efni hér, með fáein-
um undantekningum, og því sama sem engin mjólkursala. Til ísa-
fjarðar flyzt engin mjólk héðan. Kemur því náðhúsaneyðin síður
að sök.
Mið/j. Mjólkursala mjög litil, því að flestir hafa kýr til eigin afnota.
Rjómabú, sem starfaði hér á Hvammstanga undanfarin ár, hætti
starfsemi á árinu.
Blönduós. Mjólkursala er lílil scm engin hér úr sveitum, því að
flestir kaupstaðarbúar hafa kýr. Aftur á inóti hefur framleiðsla og
sala á smjöri farið vaxandi, enda meira upp úr því að hafa nú en
áður.