Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1941, Qupperneq 188
186
sér öll skjöl varðandi mál Sveins Pálssonar, áður en það gaf út bréf
það, sem getið var um i upphafi, frá 22. sept. 1787, þar sem Sveinn er
algerlega sýknaður af ákæru Stefáns amtmanns Þórarinssonar, enda
leyfð variolatio á íslandi, þegar bólusótt gengur í landinu, jafnframt
því sem út eru gefnar reglur um framkvæmd aðgerðarinnar og birtar
almenningi. Tekur kansellíið óneitanlega frjálslega á málinu með því
að binda heimildina til aðgerðarinnar við það eitt, að bólusótt gangi í
landinu, án nokkurs tillits til ósýktra landshluta eða héraða, og virð-
ist það hafa fallizt á skoðun landlæknis, að útbreiðslu sóttarinnar
væri ekki unnt að hefta, ef hún á annað borð næði að berast inn í
landið. Einkennilegt er, að kansellíið vitnar í bréfi sínu ekki beinlínis
til skýrslu landlæknis um reynslu hans af því að sýkja menn af bólu-
sótt með variolatio, heldur til þess, að aðgerðin hafi „paa nogle Steder
gaaet saa lykkelig af, at der, iblandt andet, i 0efjords Syssel, af 8
Mennesker, som blev inoculerede, ingen er d0de“. Á þessum árum var
þó enginn læknir á Akureyri eða annars staðar í Eyjafjarðarsýslu, og
hafa því sennilega leikmenn verið hér að verki, e. t. v. á vegum hinna
dönsku kaupmanna, sem þekkt hafa til aðgerðarinnar frá Danmörku.
Reglurnar, sem kansellíið setti um framkvæind aðgerðarinnar, gerðu
og ekki sérstaklega ráð fyrir því, að læknar inntu hana af hendi. Frá
hinum dönsku kaupmönnum gat kansellíið auðveldlega haft fregnir
af árangrinum. Er ekki ólíklegt, að vitnað sé til reynslunnar úr Eyja-
firði með tilliti til Stefáns amtmanns, sem kæruna hafði sent, en
reyndar bera uminæli amtmanns með sér, að hann hefur kunnað full
skil á aðgerðinni og gildi hennar, þó að hann teldi í meira lagi hæpið
tiltæki Sveins Pálssonar, er í hlut átti ósýktur landsfjórðungur. Vill
hann láta setja reglur uin „Koppernes Inoculation i sin vedbþrlige
Orden“. Verður ekki annað sag't en afstaða Stefáns amtmanns til þessa
máls sé að öllu leyti eðlileg og' skynsamleg.
Ekki er tiltökumál, þó að oss þyki nú tiltektir þeirra landlæknis og
Sveins Pálssonar í mesta lagi glæfralegar, því að vafasamt er, að þær
hafi verið með fullum rökum réttlætanleg'ar, miðað við þekkingarstig
þeirra tíma, er þessir atburðir gerðust. Er aðgætandi, að menn þekktu
þá þegar sýkingarhætti bólusóttarinnar og sóttvarnargildi einangr-
unar og samgönguvarúðar, er um það var að tefla að hefta út-
breiðslu sóttarinnar. Mun því mega telja, að kansellíið hafi tekið
í mildasta lagi á málinu, og vissulega hefði ekki mátt minna vera,
úr því að fjórðungslæknir sat í Skagafirði (Jón Pétursson í Viðvík),
en hann hefði verið gerður hér að milligöngumanni. Að sama brunni
ber það, að hæpin hafi verið sú ráðstöfun kansellísins að heimila va-
riolatio á íslandi, jafn-skilyrðislaust sem gert var, og mun þar hafa
komið til greina ókunnugleiki hinna erlendu stjórnarvalda á raun-
verulegri stærð landsins og fjarlægðum milli byggðarlaga, sem hvort
tveggja gat stutt að því, að framkvæmanlegar væru með sæmilegum
árangri tiltölulega einfaldar sóttavarnarráðstafanir. Skín í það i bréf-
um Stefáns amtmanns og landlæknis, að báða hefur órað fyrir þessu,
þó að hvorugur taki málið föstum tökum.
Ráðstafanir þessar drógu þó engan dilk á eftir sér, því að með hinu
margnefnda kansellíbréfi er úti sagan um variolatio á Islandi. Bólu-