Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1956, Síða 61
I. Árferði og almenn afkoma,
Tíðarfar á árinu 1956 var sam-
kvæmt bráðabirgðaskýrslu VeSurstof-
unnar sem hér segir:
Fyrstu daga ársins var stormasamt
og asahláka, en dag'ana 5.—25. janúar
gerSi harSan frostakafla, svo aS meSal-
hiti mánaSarins var rösklega 2° undir
meSallagi. Snjókoma var venju fremur
mikil um norðanvert landiS, en i öðr-
um landshlutum var úrkoman innan
viS meðallag. Febrúar og marz voru
óvenjumildir, hiti yfirleitt 3—4° yfir
meðallagi, og var farið að grænka á
ræktuðu landi í lok marz. Úrkoma var
viðast meiri en i meðalári um sunnan-
vert landið, en um norðanvert land
var fremur úrkomulitið. 1. febrúar
gerði sunnan stórviðri með mikilli úr-
komu víða um land. Vormánuðina
april og mai var tæplega 1° hlýrra en
venja er til. Tvö kuldaköst gerði þó
i mai. Hinn 16. mai snjóaði allmikið
á Norður- og Austurlandi, og hinn 27.
var vestan- og norðvestan hvassviðri,
og spillti særok víða gróðri um vest-
anvert iandið. Úrkoma var lítil um
suðaustanvert landið i april, en annars
var vorið vætusamt. Júní, júlí og ágúst
voru allir fremur kaldir, hiti um það
bil y2—1° undir meðallagi. Úrkoma
var um meðallag í júní, en i júli mæld-
ist yfirleitt minni úrkoma en i meðal-
ári, og i ágúst var víða óvenjuúr-
komulitið. I Reykjavík mældust 617,6
sólskinsstundir þessa þrjá mánuði, og
er það 95,9 klst. lengur en meðaltal
áranna 1930—1949. Á Akureyri mæld-
ist sól 394,1 klst., en það er þar 34,2
klst. skemur en meðallag (1930—
1949). Spretta var yfirleitt góð, þó að
sums staðar væri seinsprottið. Hey-
skapartíð var ágæt nema um norðan-
og norðaustanvert landið, en þar var
heyskapartið stirð, þar til góðan þurrk
gerði í septemberbyrjun. September
var mildur, hiti tæplega 1%° yfir
meðallagi. Úrkoma var meiri en í
meðalári á Norðurlandi, en víðast
annars staðar var úrkoman innan við
meðallag. í október var %—1° hlýrra
en í meðalári og meiri úrkoma en
venja er til uin vestanvert landið, en
yfirleitt þurrara en í meðalári í öðr-
urn landshlutum. 3. október gerði mik-
ið hríðarveður norðanlands, og olli
það miklum fjársköðum i Skagafirði.
Nóvember var frábærlega mildur, hiti
víða 4—5° yfir meðallagi. Á Suður- og
Vesturlandi var stormasamt og viða
mikil úrkoma, en á Norðausturlandi
var fágæt veðurblíða. Stórveður gerði
af vestri hinn 30., og olli það skemmd-
um. Desember var einnig mildur, hiti
2—3° yfir meðallagi. Veður voru
rysjótt, og nolckuð snjóaði um miðjan
mánuðinn, en um áramót var yfirleitt
snjólaust í byggðum landsins.
Atvinnuvegir landsmanna áttu við
að búa á árinu góð ytri skilyrði: hag-
stætt árferði, mikinn afla og afrakstur
til sjávar og sveita og greiðan markað
fyrir útfluttar afurðir. Hins vegar var
við margvíslega erfiðleika að etja i
efnahagsmálum. Hin mikla verðhækk-
unaralda, sem reis vorið 1955, hafði
í för með sér stórversnandi afkomu
úlflutningsframleiðslunnar og leiddi
til stórfelklra útgjalda henni til að-
stoðar, sem einkum var aflað með að-
flutningsgjöldum. Fjárfesting var mik-
il á flestum sviðum. Halli á verzlunar-
jöfnuði var að miklu leyti greiddur af
duldum tekjum vegna hins erlenda
varnarliðs, en auk þess með erlendum