Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1956, Síða 152
19S6
— 150 —
stoðar eftir þörfum í eldhúsi og
þvottahúsi. Við þetta bættist síðar
hjúkrunarnemi, en þörf væri einnig á
fullkominni hjúkrunarkonu til viðbót-
ar. Húsið hefur reynzt mjög hlýtt, svo
að öll upphitun, einnig á uppþvotta-
vatni og baðvatni, varð tæpar 60 þús-
und ltrónur. Hér var heldur ekki farið
út í þann nútízkubjálfaskap að hafa
útveggina að miklu leyti úr gleri, held-
ur var gluggastærð stillt í hóf. Ég hef
lagt til alla læknishjálp samkvæmt
taxta héraðslækna og greitt húsaleigu
og hita, bæði fyrir mig og aðstoðar-
lækni minn. Ég læt þessa alls getið til
þess að sýna, að hægt er að stilla
kostnaði við rekstur opinberra stofn-
ana af þessu tagi nokkuð i hóf, a. m. k.
sums staðar úti um land. Elli- og
hjúkrunardeild hefur verið minna sótt
en við var búizt, og sýnir reynslan
hér, að gamla fólkið kýs að dveljast
í heimahúsum, ef það á eitthvert slikt
athvarf, og leitar varla á hæli, fyrr
en það fer að verða til verulegrar
byrði fyrir heimilin, en þá er líka
nauðsynlegt að geta séð þvi fyrir við-
unandi samastað.
Sauðárkróks. Sýslunefnd og bæjar-
stjórn Sauðárkróks ákváðu væntan-
legu nýju sjúkrahúsi nýjan og veglegri
stað á Sauðárkróki, og var teikning-
um brevtt lítillega í sambandi við hið
nýja staðarval. Siðan var hafizt handa
og byggður botn og kjallari hins nýja
húss. Ákveðið er að steypa það að
fullu upp á næsta ári. 50 ár eru nú
liðin, siðan byrjað var að starfrækja
núverandi sjúkrahús, og er þvi ekki
nema eðlilegt, að það sé nú orðið úr
sér gengið og algerlega ófullnægjandi,
bæði til sjúkdómsgreininga og lækn-
inga fyrir byggðarlagið.
Akureyrar. Fast starfslið Sjúkrahúss
Akureyrar var hið sama og árið áður,
nema hvað alltaf verður nokkur breyt-
ing á hjúkrunarkvenna- og gangna-
stúlknastarfsliðinu, eins og eðlilegt er.
Kandídatar á þessu ári voru Guð-
steinn Þengilsson og Rögnvaldur Þor-
leifsson, en báðir kandidatar fyrra
árs fóru til Danmerkur til framhalds-
náms þar. Aðsókn að sjúkrahúsinu er
alltaf mjög mikil og oftast langir bið-
listar, bæði á handlæknis- og lyf-
læknisdeildinni.
Seyðisfj. Engin breyting á rekstri
sjúkrahússins. Allar ráðagerðir um
viðbyggingu liggja niðri, þvi að allt
fjármagn, sem til fellst, rennur til
fiskiðjuvers, sem verið er að reisa.
Nes. Ráðinn var sjúkrahúslæknir
(sérfræðingur í skurð- og svæfingar-
lækningum), og má telja mikið happ
að fá hingað svo vel færan mann til
þessa starfs. íbúar Neshéraðs (og
Austfjarða yfirleitt) tengja miklar
vonir við hið nýja sjúkrahús, sem var
fullbúið til starfa um áramót.
V estmannaeyja. Starfsemi óbreytt
frá fyrra ári. Ný og vönduð röntgen-
tæki voru tekin í notkun á sjúkrahús-
inu á árinu.
B. Sjúkrahjúkrun. Heilsuvernd.
Sjúkrasamlög.
Hjúkrunarfélög.
1. Hjúkrunarfélagið Líkn í Reykja-
vík gerir svofellda grein fyrir störfum
sínum á árinu:
Árið 1956 annaðist Hjúkrunarfélag-
ið Líkn rekstur berklavarnarstöðvar-
innar til 1. júli, en þá fluttist stöðin
i Heilsuverndarstöð Reykjavikur, og
skrifstofan þar tók við rekstri hennar.
Var þar með lokið starfsemi Hjúkrun-
arfélagsins Líknar, þar sem Heilsu-
verndarstöð Reykjavíkur hafði tekið
við stjórn allra starfsgreina, sem Likn
hafði áður haft með höndum. í janúar
1957 var Hjúkrunarfélagið Líkn leyst
upp. Átti félagið þá í sjóði kr.
51176,27, en það var einkasjóður
Líknar, sem hafði myndazt vegna gjafa
og áheita til félagsins. Sjóður þessi er
enn í umsjá gjaldkera og formanns,
þar sem enn hefur ekki verið tekin
ákvörðun um, til hvers honum skuli
varið.
2. Hjúkrunarfélag Ólafsvíkur. Ekki
starfandi, en á gegnlýsingartæki geymt
i lækningastofu barnaskólans í Ólafs-
vík; með því framkvæmd 31 gegnlýs-
ing á árinu.
3. Rauðakrossdeild Flateyrar var
stofnuð á árinu.