Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1956, Side 158
D. Matvælaeftirllt ríkisins.
Atvinnudeild Háskólans hefur látifi
í té eftirfarandi skýrslu um rannsókn-
ir sínar á matvælum vegna matvæla-
eftirlits rikisins á árinu 1956:
I. Mjólk, mjólkurvörur, neyzluvatn
o. fl.
Til gerlarannsókna bárust Atvinnu-
deildinni 1207 sýnishorn af mjólk,
mjólkurvörum, neyzluvatni o. fl., sem
tekin voru af heilbrigðisyfirvöldunum
eða í samráði við þau. Sýnishorn
bárust frá borgarlækni í Reykjavik
(1100), héraðslækninum á Akranesi
(5), héraðslækninum á Eyrarbakka
(3), héraðslækninum á Flateyri (1),
héraðslækninum í Hafnarfirði (3),
héraðslækninum á Patreksfirði (81),
héraðslækninum i Rangárvallasýslu
(10) og héraðslækninum í Vestmanna-
eyjum (4). Sýnishornin skiptust þann-
ig eftir tegundum: Mjólk 592, súr-
mjólk 6, rjómi 120, undanrenna 3,
smjör 5, skyr 2, mjólkursýra 4, mjólk-
ur- og rjómaís 82, mjólkurflöskur 126,
vatn og sjór 46, frárennslisvatn 8,
neyzluísmolar 7, uppþvottavatn 170,
flöskur 5, appelsínumarmelaði 2, aprí-
kósur 1, bjúga 1, brauð 4, fiskbollur 3,
gosdrykkir 3, kjötfars 1, kótilettur 1,
málmhettur á flöskur 10, öl 1, síld 1,
vítamínlyf 2, macaroni 1. Um niður-
slöður rannsóknanna skal þetta tekið
fram:
Mjólk til gerilsneyðingar: Flokkun,
19 sýnishorn: 11 í I. flokki, 4 í II.
flokki, 1 í III. flokki og 3 í IV. flokki.
Gerlafjöldi, 19 sýnishorn: 11 með
gerlafjölda undir 1 milljón og 8 með
yfir 1 milljón í 1 sm3. Mjólk til neyzlu
ógerilsneydd: Af 82 sýnishornum
reyndust 2 hafa of litla feiti. Gerla-
fjöldi, 97 sýnishorn: 60 með gerla-
fjölda undir 30 þúsund í 1 sm3, 16
með 30—100 þúsund og 21 með yfir
100 þúsund i 1 sm3. Mjólk, geril-
sneydd: Fosfatase-prófun, 470 sýnis-
horn: 13 reyndust ekki nægilega hit-
uð. Gerlafjöldi, 344 sýnishorn: 294
með gerlafjölda undir 30 þúsund í 1
sm3, 42 með 30—100 þúsund og 8 með
yfir 100 þúsund í 1 sm3. Coli-titer,
sömu sýnishorn: 19 pósitiv í 2/10—
5/10 sm3 og 4 í 1/100 sm3. Af 468
sýnishornum reyndust 35 hafa of litla
feiti. Rjómi, gerilsneyddur: Storchs-
prófun, 119 sýnishorn: ÖIl nægilega
hituð. Feiti, 120 sýnishorn: 6 höfðu
of litla feiti. Gerlafjöldi, 119 sýnis-
horn: 116 með gerlafjölda undir 30
þúsund í 1 sm3, 1 með 30—100 þús-
und og 2 með yfir 100 þúsund í 1 sm3.
Coli-títer, sömu sýnishorn: 3 pósitiv
i 2/10—5/10 sm3 og 1 í 1/100 sm3.
Mjólkur- og rjómaís: Gerlafjöldi, 82
sýnishorn: 39 með gerlafjölda undir
30 þúsund í 1 sm3, 9 með 30—100
þúsund og 34 með yfir 100 þúsund
í 1 sm3. Coli-titer, sömu sýnishorn:
27 pósitiv í 2/10—5/10 sm3 og 12 i
1/100 sm3. Mjólkurflöskur: Af 126
flöskum voru 77 vel þvegnar, 26 sæmi-
lega og 23 illa þvegnar. Neyzluísmolar:
Af 7 sýnishornum reyndist 1 óað-
finnanlegt, 5 gölluð og 1 slæmt. Vatn
og sjór: Af 26 sýnishornum af neyzlu-
vatni og sjó til meðhöndlunar á mat-
vælum reyndust 8 óaðfinnanleg, 1
sæmilegt, 3 gölluð, 2 mjög slæm og 12
óneyzluhæf. Af 20 sýnishornum af
vatni og sjó til baða reyndust 2 óað-
finnanleg, 4 gölluð og 14 ónothæf.
Uppþvottavatn: Sýnishornin metin af
borgarlækni.
Rvik. Á árinu var tekið upp eftirlit
ineð heilbrigðis- og hollustuháttum á
vinnustöðum. Var ráðinn til þess
starfsmaður, er vinnur að eftirlitinu
hálfan daginn, en að öðru leyti að
brunavörnum á vinnustöðum. Sá
starfsmaður, sem skýrt var frá í síð-
ustu ársskýrslu, að farið hefði utan
til náms við Statens Institut för Folke-
halsen i Sviþjóð, kom heim á árinu
og vinnur nú við matvælaeftirlit.
Vinnur því við heilbrigðiseftirlitið nú
6% starfsmaður. Farið var í 9082 eftir-
litsferðir á árinu. Að öðru leyti vísast
til eftirfarandi töflu um framkvæmd
eftirlitsins. Ekki varð vart neinnar út-
breiddrar matareitrunar á árinu.
Sýnishorn eru tekin af matvælum
eftir því, sem þurfa þykir, og þau
send til rannsóknar, ýmist í Rann-
sóknarstofu Háskólans eða Atvinnu-
deild Háskólans. Skemmdum (óneyzlu-
hæfum) matvælum er eytt í samráði