Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1956, Síða 170
1956
— 168 —
að vinna verk jafnvel fullur sem ó-
fullur. Komið hex'ur hér fyrir oftar en
einu sinni, að erindrekar og eftirlits-
menn á vegum rikisstofnana og ann-
arra hafa verið svo ofurölvi, er þeir
koma á land, að þeir hafa ekki verið
viðmælandi, fyrr en þeir hafa verið
búnir að sofa úr sér vímuna. Tóbaks-
nautn má segja sívaxandi. Kaffi held-
ur velli.
Grenivíkur. Áfengisnautn lítil, helzt
eitthvað i sambandi við dansskemmt-
anir. Kaffinotkun mun svipuð og áður.
Nokkrir miðaldra menn hafa hætt við
tóbaksreykingar, en byrjað á að taka
í nefið. Voru þeir með þrálátan hósta,
sem batnaði, er þeir hættu reyking-
um. Margt af yngra fólki notar ekkert
tóbak.
Kópaskers. Fremur lítið um drykkju-
skap i héraðinu. Þó eru að minnsta
kosti 2 menn, sem drekka sér til stór-
skaða.
Vopnafj. Áfengisnautn virðist fara
vaxandi. Sígarettureykingar fara einn-
ig vaxandi meðal yngra fólksins.
Seyðisfí. Þegar líf færist i bæinn að
sumrinu við miklar skipakomur og
landlegur, ber oft mikið á drykkju-
skap erlendra og innlendra sjómanna.
Mér finnst, að sjómannastéttin muni
elska Bakkus öðrum stéttum framar
— svona yfirleitt. Kaffi- og tóbaks-
nautn mun vera svipuð hér sem ann-
ars staðar á landinu.
Vestmannaeyja. Allmikið um of-
nautn áfengis, en þó fer hún minnk-
andi meðal heimamanna. Aftur á móti
er allsukksamt á vertið, og ber þar
mest á aðkomnum vermönnum, eins
og glögglega kemur i ljós, ef athugaðar
eru bækur lögreglunnar, en þar segir,
að fangelsaðir hafi verið á árinu 84
manns, 17 heimamenn, 7 Færeyingar
og 60 aðrir aðkomumenn, og margir
urðu að gista steininn oftar en einu
sinni. Þessi áfengisafbrot geta auð-
vitað því aðeins átt sér stað, að ríkið
heldur áfram að selja hér vín gegn
póstkröfum, þrátt fyrir héraðsbannið.
8. Meðferð ungbarna.
Ljósmæður geta þess í skýrslum
sinum (sbr. töflu XIV), hvernig 4319
börn, sem skýrslurnar ná til að þessu
leyti, voru nærð eftir fæðinguna. Eru
hundraðstölur sem hér segir:
Brjóst fengu......... 88,7 %
Brjóst og pela fengu 7,9 —
Pela fengu ......... 3,4 —
I Reykjavík líta samsvarandi tölur
þannig út:
Brjóst fengu......... 96,9 %
Brjóst og pela fengu 1,1 —
Pela fengu ......... 2,0 —
Ólafsvíkur. Auðvitað nokkuð mis-
jöfn, sé þó ekki deili á, að slæm sé,
nema þá helzt á heimilum tveggja
manna, þar sem heimilisfeður neyta
verulega áfengis.
ísafj. Tel meðferð ungbarna nú sem
fyrr góða.
Djúpavíkur. Er allgóð.
Hólmavíkur. Fer batnandi og má
teljast viðunandi.
Grenivíkur. Meðferð ungbarna góð.
Flest fá móðurmjólkina um tíma, ef
til vill þó ekki nægilega. Lýsi fá þau
sneinma. Útivist ungbarna of lítil, og
býst ég við, að mæður séu hræddar
um, að þau kvefist.
Seyðisfí. Yfirleitt góð.
Vestmannaeyja. Góð.
9. íþróttir.
Ólafsvíkur. íþróttir talsvert iðkaðar
og sumir yngri menn, einkum á ung-
linga (sveina) aldri, nokkuð efnilegir.
1 Stykkishólmi er risin upp myndar-
leg sundlaug, sem hituð er upp með
kælivatni frá vélum rafstöðvarinnar.
Ekki er sundlaugarbyggingunni að
fullu lokið enn þá, en sundnámskeið
hafa þó verið haldin þar siðast liðin
2 sumur fyrir skólabörn og unglinga
i héraðinu, og fjölmargir aðrir hafa
einnig iðkað þar hina hollu sund-
íþrótt.
Reykhóla. Góð upphituð laug er hér
á staðnum. Öll börn hér í hreppnum
læra sund i skólanum. Á vorin og
sumrin eru börn úr nærsveitunum
einnig tekin til náms.
ísafí. íþróttir eru töluvert stundað-
ar, einkum knattspyrna og skiða-
íþróttin. íþróttahúsið var i viðgerð